Skýrsla og erindi frá haustráðstefnu ÍV aðgengileg á vefnum

Nýlega fór fram haustráðstefna Íslenskra verðbréfa fyrir fullu húsi í Menningahúsinu Hofi á Akureyri. Á ráðstefnunni var fjallað um málefni tengd sjávarútvegi, orkumálum, ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmálum, þar sem kastljósinu var beint að þeim tækifærum sem við blasa á viðkomandi sviðum. Skýrsla og erindi af ráðstefnunni er nú aðgengileg á vefnum.

Skýrsla Íslenskra verðbréfa

Samhliða ráðstefnunni gáfu Íslensk verðbréf út skýrslu þar sem farið var yfir stöðu og framtíðarhorfur hjá sveitarfélögum, í sjávarútvegi og í ferðaþjónustu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fjárfestingaþörf á landsbyggðunum í framangreindum atvinnugreinum er veruleg og hleypur á milljörðum árlega.

Erindi af haustráðstefnu ÍV

Opnunarerindi Íslenskra verðbréfa: Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa

Hverjar eru landsbyggðirnar: Þóroddur Bjarnason, prófessor við HA

Orka landsins: Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs

Nýsköpun á landsbyggðunum: Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris

Hagvöxtur í heimabyggð: Grímur Sæmundsen, formaður stjórnar SAF

Norðurþing, framtíð í nýju ljósi: Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri

Geta lífeyrissjóðir fjárfest á landsbyggðunum: Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa

Eyfirska efnahagssvæðið: Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE

Matvælaframleiðsla á landsbyggðunum: Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska

Halló Akureyri: Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar