Mikilvægt að tekjur af ferðaþjónustu skili sér til landsbyggðanna

Nýlega fór fram haustráðstefna Íslenskra verðbréfa fyrir fullu húsi í Menningahúsinu Hofi á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar var Uppbygging innviða á landsbyggðunum og var dagskráin yfirgripsmikil.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands var með erindið „Dreifing ferðamanna og fjárfesting í flugi“ . Þar kemur meðal annars fram hversu mikilvægt það er að tekjur af ferðaþjónstu skili sér til landsbyggðanna.