Vel heppnaðri haustráðstefnu ÍV lokið

Fimmtudaginn 10. september fór fram haustráðstefna Íslenskra verðbréfa í Hofi undir yfirskriftinni Landsbyggðirnar kalla.  Á ráðstefnunni var fjallað um atvinnulífið og málefni sveitarfélaga út frá ýmsum sjónarhornum, en kastljósinu var þó sérstaklega beint að hinum fjölmörgu tækifærum sem blasa við á landsbyggðunum á næstu misserum og árum.

Samhliða ráðstefnunni gáfu Íslensk verðbréf út skýrslu þar sem farið er yfir stöðu og horfur hjá sveitarfélögum, í sjávarútvegi og í ferðaþjónustu.  Í skýrslunni kemur fram að tækifæri og fjárfestingaþörf þeim tengd hleypur á tugum milljarða á á næstu árum.

Á næstu dögum verður framangreind skýrsla auk upptaka af ráðstefnunni aðgengileg hér á heimasíðunni.

Haustrástefna ÍV 2015