Íslensk verðbréf eru eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins, stofnuð árið 1987. Hér er stiklað á stóru í sögu félagsins. 1987Forveri Íslenskra verðbréfa hf., Kaupþing Norðurlands hf., var stofnað 11. apríl. Félagið hefur rekstur að Ráðhústorgi 5 á Akureyri. Andrea Rafnar ráðin framkvæmdastjóri tímabundið en Jón Hallur Pétursson tekur við starfinu síðar á árinu. Pétur Blöndal er kjörinn formaður stjórnar. Starfsmenn eru 2, annar þeirra er Erla Hólmsteinsdóttir sem lét af störfum hjá félaginu á árinu 2008.
1988Hluthafalisti er óbreyttur frá stofnun; Kaupþing á 55% hlut, Kaupfélag Eyfirðinga og Akureyrarbær 15% hvor aðili og 7 sparisjóðir á Norðurlandi eiga hver um sig 2-3%.
1989Starfsemin flutt að Ráðhústorgi 1.
1990Hlutafjárútboð fyrir ÚA og Sæplast í samstarfi við Kaupþing. Starfsmenn eru 3.
1991Hlutabréfasjóður Norðurlands stofnaður. Guðmundur Hauksson kjörinn formaður stjórnar.
1992Flutt í Kaupvangsstræti 2. Hlutafjárútboð fyrir KEA í samvinnu við Kaupþing.
1993Hlutafjárútboð fyrir ÚA og Hlutabréfasjóð Norðurlands. Starfsmenn eru 4.
1994Hlutafjárútboð fyrir KEA og Hlutabréfasjóð Norðurlands. Skuldabréfaútboð fyrir nokkur sveitarfélög á Norðurlandi. Starfsmenn eru 5.
1995Félagið fær löggildingu sem verðbréfafyrirtæki og gerist aðili að Verðbréfaþingi Íslands. Starfsmenn eru 6.
1996Sjávarútvegssjóður Íslands stofnaður. Starfsmenn eru 8.
1997Starfsemin flutt í Skipagötu 9. Tryggvi Tryggvason ráðinn framkvæmdastjóri. Bjarni Ármannsson kosinn formaður stjórnar en Sigurður Einarsson tekur við af honum síðar á árinu. Starfsmenn eru 10.
1998Aukin áhersla lögð á eignastýringu. Kaupþing Norðurlands er vinsælasta verðbréfafyrirtækið hjá íbúum utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt könnun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson ráðinn framkvæmdastjóri. Starfsmenn eru 11 og eignir í stýringu nema 800 milljónum króna.
1999Sparisjóður Norðlendinga eignast meirihluta í félaginu. Jón Björnsson kosinn formaður stjórnar. Sævar Helgason ráðinn framkvæmdastjóri. Tækifæri hf. stofnað að frumkvæði Íslenskra verðbréfa. Starfsmenn eru 15.
2000Nafni félagsins breytt í Íslensk verðbréf. Ákveðið að eignastýring verði aðalstarfssvið félagsins. Starfsmenn eru 16 og eignir í stýringu nema 5 milljörðum króna.
2001Lífeyrissjóður Norðurlands kaupir 15% hlut í félaginu. Kári Arnór Kárason kosinn formaður stjórnar. Starfsmenn eru 16 og eignir í stýringu nema 15 milljörðum króna.
2002Starfsemin flutt í Strandgötu 3. Skuldabréfasjóður ÍV, Ríkisskuldabréfasjóður ÍV og Hlutabréfasjóður ÍV stofnaðir. Starfsmenn eru 16 og eignir í stýringu nema 25 milljörðum króna.
2003Peningamarkaðssjóður ÍV og Heimssjóður ÍV stofnaðir. Félagið semur um rekstur á tveimur fjárfestingarfélögum á Austfjörðum. Starfsmenn eru 16 og eignir í stýringu nema 36 milljörðum króna.
2004Starfsmenn eru 17 og eignir í stýringu nema 56 milljörðum króna.
2005Íslensk eignastýring ehf. kaupir 35% hlut í félaginu. Alþjóðlegur skuldabréfasjóður ÍV stofnaður. Starfsmenn eru 16 og eignir í stýringu nema 75 milljörðum króna.
2006Starfsmenn orðnir 18 talsins og eignir í stýringu nema 90 milljörðum króna.
2007Íslensk verðbréf fagna 20 ára afmæli og besta rekstrarári í sögu félagsins. Alþjóðlegur hávaxtasjóður ÍV stofnaður. Starfsmenn eru 18 talsins og markmið ársins að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða króna.
2008Fjármálakreppa skellur á hér heima og erlendis. Í árslok eru eignir í stýringu um 80ma króna og Íslensk verðbréf skila hagnaði þrátt fyrir erfitt árferði.
2009Íslensk verðbréf opna skrifstofu í Reykjavík að Sigtúni 42, fyrst um sinn eru tveir starfsmenn ráðnir til starfa þar. Félagið er með um 95 milljarða króna í stýringu í árslok 2009 og hefur ekki fyrr náð þeirri upphæð. Hagnaður félagsins árið 2009 nemur 166 mkr.
2010Rekstur Íslenskra verðbréfa gengur vel á árinu 2010 og eignir í stýringu hafa aukist í 116 milljarða króna. Hagnaður af starfsemi félagsins árið 2010 nemur 170 mkr.
2011Framkvæmdastjóraskipti urðu á árinu þegar Einar Ingimundarson tók við af Sævari Helgasyni. Vegna breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki þurfti einnig að endurnýja stjórn félagsins og voru þeir Magnúsi Gauti Gautason, Stefán Halldórsson og Halldór Halldórsson kjörnir til stjórnarsetu. Þrír sjóðir voru stofnaðir, Eignastýringarsjóður ÍV – I og II og Sparisafn ÍV. Hagnaður af starfsemi félagsins var 162,8 m.kr. og eignir í stýringu 130 milljarðar króna í árslok. |
|