Skilmálar og eyðublöð

Samningur um vörslureikning

Íslensk verðbréf bjóða þér að stofna vörslureikning hjá Verðbréfaskráningu Íslands vegna tilkomu rafrænnar eignaskráningar hlutabréfa og skuldabréfa.

Nauðsynlegt er að fylla út vörslusamning (pdf) og senda til Íslenskra verðbréfa undirritaðan. Ef þig vantar nánari upplýsingar hafðu þá samband á iv@iv.is eða í síma 460-4700.

Samningur um aðgang að eignasafni

Viðskiptavinum Íslenskra verðbréfa býðst að stofna vefaðgang að eignasafni.  Aðgangurinn gefur upplýsingar um eignastöðu og viðskipti aftur í tímann og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Til að stofna vefaðganginn þarf að fylla út umsókn (pdf) og senda hana til Íslenskra verðbréfa að Hvannavöllum, 600 Akureyri, eða Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.  Þegar frumrit umsóknar hefur borist er útbúið notendanafn og lykilorð og það sent viðskiptavini í framhaldinu.

Einnig er hægt að sækja um sameiginlegan netaðgang með því að fylla út umsókn þess eðlis (pdf).  Hana þarf sömuleiðis að senda til Íslenskra verðbréfa sem í framhaldinu virkjar aðgang.

MiFID eyðublað

Þann 1. nóvember 2007 voru innleidd ný lög um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Með lögum þessum voru færð í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID).

Með lögum þessum breyttust ýmsar mikilvægar reglur varðandi það hvernig staðið skuli að verðbréfaviðskiptum. Samkvæmt lögunum þurfa viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa að fylla út svokallað MiFID eyðublað (pdf)