Harpa Samúelsdóttir

Harpa Samúelsdóttir
Harpa Samúelsdóttir

Harpa er forstöðumaður lögfæðisviðs hjá Íslenskum verðbréfum hf. og regluvörður félagsins.

Harpa er fædd árið 1985. Hún útskrifaðist með ML-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2012.

Harpa hefur góða reynslu úr atvinnulífinu og starfaði áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá 2010 – 2018. Fyrir þann tíma var Harpa í starfsnámi við Héraðsdóm Reykjaness árið 2010 og meðfram laganámi vann hún hjá KVASI lögmönnum, Félagi atvinnurekenda og Byr sparisjóði.

Áður en Harpa hóf störf hjá Íslenskum verðbréfum hf. sat hún í stjórn félagsins í tæp tvö ár.

Eiginmaður Hörpu er Rúnar Bjarnason endurskoðandi og eiga þau tvö börn.