Jón Helgi Pétursson

Jón Helgi Pétursson
Jón Helgi Pétursson
460-4704

Jón Helgi Pétursson er framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.

Jón Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1994, B.Sc. í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1997, MBA í stjórnun frá The University of Hull í Bretlandi 1998 og löggildingarnámi í verðbréfamiðlun frá Háskóla Íslands 2001.

Jón Helgi starfaði sem ráðgjafi hjá Rekstri og ráðgjöf Norðurlandi ehf. frá 1998-2000, sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga á Grenivík frá 2000-2005 og sem framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf. frá 2005 til 2016. Hann tók við starfi forstöðumanns rekstrarsviðs hjá Íslenskum verðbréfum hf. í september 2016.  Jón Helgi hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá júlí 2017.

Eiginkona Jóns Helga er Íris Þorsteinsdóttir leikskólakennari og eiga þau tvær dætur og einn son.