ÍV Skuldabréfavísitala - Blönduð

Skuldabréfavísitölur ÍV eru þrjár: Skuldabréfavísitala ÍV, Skuldabréfavísitala ÍV – verðtryggð og Skuldabréfavísitala ÍV – óverðtryggð. Vísitölurnar mæla ávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa þar sem markaðsverðmæti hvers flokks ræður hlutfallslegri vigt hans í viðkomandi vísitölu – því stærri sem flokkurinn er því meira vægi fær hann í vísitölunum. Eingöngu skuldabréf með markaðsvakt og líftíma lengri en 6 mánuði eru tæk í vísitölurnar.

Tilgangur þessara vísitalna er að auðvelda samanburð á ávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa við ávöxtun annarra eignaflokka s.s. innlána og hlutabréfa. Jafnframt eru vísitölur notaðar til að meta árangur sjóða og safna með því að bera saman ávöxtun þeirra við ávöxtun vísitalna.

Fréttir

Vísitala

Samsetning vísitölu

Verðþróun