Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,42% en millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,29%. Löng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 1,71% og millilöng óverðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,27%.

Enn og aftur lækka löng óverðtryggð skuldabréf mest í verði. Frá áramótum hefur t.a.m. RIKB 25 0612 lækkað um 12,77% en HFF 150224 hækkað um 8,57%,  sýnir það glöggt hversu ótrúlegur munur er á ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa það sem af er ári.

Íbúðalánasjóður hélt útboð föstudaginn 29. júlí og bárust gild tilboð að nafnvirði 8,18 milljarðar króna. Sjóðurinn tók tilboðum í HFF 150434 fyrir 2,01 milljarða króna að nafnvirði á veginni ávöxtunarkröfu 3,24% og í HFF 150644 fyrir 2,55 milljarða króna að nafnvirði á veginni ávöxtunarkröfu 3,32%.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 0,95%.  Össur hækkaði mest allra félaga um 1,76% en félagið skilaði fínu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung.

Hagnaður var 10,3 m.USD.  Sala í staðbundinni mynt jókst um 10% og nam 105 m.USD sem er metvelta á einum fjórðungi.   Framlegðarhlutföll voru í lægri kantinum, sem skýrist meðal annars af  flutningi  á framleiðslu stuðningsvara til Mexíkó á þessu ári sem mun lækka framleiðslukostnað um 4 m.USD á ári.

EBITDA-framlegð leiðrétt fyrir einskiptisliðum var 20% af veltu sem er í lægri mörkum áætlunar stjórnenda fyrir árið. Fjárhagur Össurar er sem fyrr afar sterkur, eiginfjárhlutfallið er 60% og handbært frá rekstri nam 17,5 m.USD samanborið við 12,5 m.USD á fyrsta ársfjórðungi.

Marel skilaði nokkuð góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung. Tekjur námu 162 milljónum evra, sem er 19% aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5% aukning samanborið við fyrri ársfjórðung.  EBITDA nam 20,9 milljónum evra sem er 12,9% af tekjum og rekstrarhagnaður (EBIT) var 15.0 milljónir evra.

Rekstrarhagnaður Marels var 9,2% af veltu í öðrum ársfjórðungi og 10,2% á fyrri hluta árs sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu á árinu. Kostnaður vegna seldra vara hefur  hækkað og kemur það skýrt  í ljós þegar horft er til brútto hagnaðar. Á fyrsta ársfjórðungi var hagnaðarhlutfallið  rúmlega 38% en 35,8% á öðrum ársfjórðungi.

Fjölgun starfsfólks hefur haft áhrif á framlegð en Marel hefur fjölgað starfsfólki að undanförnu.   Horfur í rekstri félagsins eru góðar og pantanabókin heldur áfram að styrkjast og virði nýrra pantana er enn á ný umfram afgreiddar pantanir.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 218 milljónir króna, mest voru viðskipti með bréf í Marel fyrir 179 milljónir og var félagið með um 82% af veltu vikunnar.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 106,00 0,00% -13,82% -16,21% -22,63% -25,35% -26,39%
FO-AIR 106,00 0,00% -0,93% -3,64% -5,36% -8,62% -9,40%
FO-ATLA 172,00 0,29% -12,24% -15,48% -19,63% -20,92% 21,13%
ICEAIR 4,95 -0,20% -0,20% 10,74% 21,32% 57,14% 41,43%
MARL 127,50 -0,39% 4,08% -1,16% 8,25% 27,50% 40,11%
OSSRu 202,00 1,76% 3,59% 4,12% -3,81% -0,49% 2,80%
OMXI6ISK 986,54 0,95% 3,71% -1,17% -2,05% 5,65% 5,24%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 2. ágúst 2011)

 

Erlend hlutabréf

Miklar lækkanir einkenndu erlendan hlutabréfamarkað.  S&P 500 lækkaði um 3,76%, DAX í Þýskalandi um 5,32%, Nikkei í Japan um 0,84% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 3,23%.

Almennt lækkaði hlutabréfaverð í júlí og til að mynda lækkaði S&P 500 um 2,15%, DAX í Þýskalandi  um 2,95% og hlutabréfamarkaðir í Frakklandi lækkuðu um 7,77% í mánuðinum.

Umræður um nauðsyn þess að Bandaríkin hækki skuldaþak ríkisins til að mæta skuldbindingum komandi mánaða og skuldavandræði margra Evrópuríkja hafa verið ofarlega á baugi.

Samkomulag hefur nú náðst um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins en fjárfestar hafa þó ennþá áhyggjur af hvort alþjóðleg matsfyrirtæki komi til með að lækka lánshæfiseinkunn landsins.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1297,23 -3,23% -3,47% -6,80% -2,67% 1,34% 12,59%
Þýskaland (DAX) 6953,98 -5,32% 5,69% -8,13% -3,73% 0,02% 9,91%
Bretland (FTSE) 5774,43 -2,51% -3,99% -5,26% -4,15% -2,53% 6,55%
Frakkland (CAC) 3588,05 -5,90% -10,75% -12,96% -12,05% -6,00% -4,68%
Bandaríkin (Dow Jones) 12132,49 -3,66% -3,58% -5,27% 0,75% 4,79% 13,66%
Bandaríkin (Nasdaq) 2744,61 -3,44% -2,54% -4,17% -0,18% 3,46% 19,57%
Bandaríkin (S&P 500) 1286,94 -3,76% -3,94% -5,46% -1,31% 2,33% 14,31%
Japan (Nikkei) 9965,01 -0,84% -0,24% -1,60% -5,86% -3,76% 2,87%
Samnorræn (VINX) 93,10 -4,23% -8,15% -14,87% -13,42% -13,79% -1,70%
Svíþjóð (OMXS30) 1039,05 -4,36% -8,63% -12,19% -9,63% -11,59% -4,93%
Noregur (OBX) 377,77 -3,71% -4,46% -9,44% -8,22% -6,66% 10,42%
Finnland (OMXH25) 2112,92 -7,01% -13,93% -21,75% -22,33% -21,09% -9,62%
Danmörk (OMXC20) 418,58 -3,95% -6,38% -12,67% -11,67% -10,76% -2,97%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 2. ágúst 2011)

 

Krónan

Krónan stóð nánast í stað en gengisvísitalan endaði í 221,7715 stigum.

Helstu breytingar gagnvart einstökum myntum voru þær að krónan veiktist um 3,18% gagnvart Svissneskum franka og um 1,77% gagnvart Japönsku jeni. Miklar sveiflur hafa verið á gengi á Svissneska frankans síðustu vikur. Krónan styrktist um 0,65% gagnvart Sænsku krónunni og um 0,46% gagnvart Evru.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 221,77 -0,01% 0,71% 1,64% 3,83% 6,60% 4,76%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 2. ágúst 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.