Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku.

 

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.

Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,6% og millilöng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,49%. Löng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu hins vegar um 0,88% og millilöng óverðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,23%.

Óverðtryggð skuldabréf voru efst á óskalista fjárfesta í liðinni viku. Skýringuna má rekja annars vegar til þess að það er stór gjalddagi í júlí á bréfum sem erlendir fjárfestar eiga að mestu og þurfa því að endurfjárfesta töluvert.

Þeir hafa hingað til horft nánast eingöngu á styttri óverðtryggðu bréfin. Hins vegar vegna þess að það voru tvær þokkalega stórar afborganir í júní sem einnig þurfti að endurfjárfesta fyrir. Lífeyrissjóðirnir áttu stærstan hluta af þeim og þeir horfa mikið á löng óverðtryggð bréf.

Útboða Lánamála ríkisins sem átti að vera á föstudaginn var fellt niður þar sem búið var að fylla upp í útgáfuáætlun fjórðungsins.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 1,41% í síðustu viku. Icelandair hækkaði mest, um 4,84% og endaði gengið í 4,98. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways lækkaði mest, um 2,73%.

Heildarvelta á OMXI6ISK var um 314 miljónir, mest voru viðskipti með bréf í Icelandair fyrir um 154 milljónir.  Icelandair og Marel voru með rúm 93% af veltu vikunnar.

Þetta var tíðindalítil vika á markaði hér heima eins og er svo oft á þessum tíma árs.

Talsverður munur var á gengi Færeysku félaganna BankNordik og Atlantic Petroleum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og á Íslandi.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 123,00 0,00% -0,81% -0,81% -12,14% -13,38% -16,33%
FO-AIR 107,00 -2,73% -2,73% -6,14% -9,32% -7,76% -12,30%
FO-ATLA 196,00 0,00% 0,00% -8,62% -8,41% -9,89% 30,67%
ICEAIR 4,98 4,84% 3,75% 12,67% 52,76% 58,10% 32,80%
MARL 122,50 1,66% -0,81% -2,39% 23,74% 22,50% 36,11%
OSSRu 194,50 -0,26% -1,27% -0,77% -6,49% -4,19% 7,76%
OMXI6ISK 959,30 -1,41% -2,61% -2,98% 2,78% 2,74% 5,62%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 27. júní 2011)

 

Erlend hlutabréf

Almenn lækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í vikunni.  Heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 0,37%, DAX í Þýskalandi um 0,60%, FTSE í Bretlandi um 0,27%, S&P 500 í Bandríkjunum um 0,22% en Nikkei í Japan hækkaði um 3,5%.

Standard og Poor's 500 hlutabréfavísitalan hefur ekki verið ódýri í 26 ár ef litið er á markaðsverð bréfanna sem hlutfall af hagnaði fyrirtækjanna.  Bloomberg gerði könnun þar sem 9000 sérfræðingar tóku þátt og gera þeir ráð fyrir að hagnaður fyrirtækja verða 18% meiri í ár en í fyrra.

Á árinu hefur S&P 500 hækkað um 0,84%. Fjárfestar eru ekki tilbúnir að greiða fyrir hagnað í framtíðinni meðan óvissa ríkir með ástand Grikklands, stýrivextir hækka í Kína og efnahagsleg vandamál í Bandaríkjunum eru óleyst.

Seðlabanki Bandaríkjanna hélt stýrivöxtum óbreyttum, en stýrivextir Bandaríkjanna eru 0,25%. Bankinn lækkaði efnahagsspá sína og býst við hægari bata en menn hafa gert ráð fyrir.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1275,45 -0,37% -4,71% -3,80% 0,20% -0,36% 18,15%
Þýskaland (DAX) 7121,38 -0,60% 5,69% 2,39% 2,03% 2,86% 17,16%
Bretland (FTSE) 5697,72 -0,27% -3,95% -3,33% -5,07% -3,31% 13,04%
Frakkland (CAC) 3784,80 -1,02% -4,14% -4,65% -1,93% -0,45% 7,61%
Bandaríkin (Dow Jones) 11934,58 -0,58% -4,08% -2,34% 3,28% 3,08% 17,65%
Bandaríkin (Nasdaq) 2652,89 1,40% -5,15% -3,29% -0,54% 0,00% 19,31%
Bandaríkin (S&P 500) 1268,45 -0,22% -4,71% -3,45% 0,87% 0,86% 17,80%
Japan (Nikkei) 9678,71 3,50% 0,59% 0,44% -7,51% -6,36% -1,63%
Samnorræn (VINX) 93,57 -2,28% -10,33% -9,90% -11,87% -11,60% 7,48%
Svíþjóð (OMXS30) 1055,24 -2,16% -6,20% -5,55% -8,27% -7,88% 4,22%
Noregur (OBX) 367,56 -2,21% -7,73% -9,79% -7,62% -7,86% 18,05%
Finnland (OMXH25) 2266,02 -3,38% -11,29% -13,99% -15,22% -14,63% 4,22%
Danmörk (OMXC20) 415,93 -1,72% -8,22% -9,53% -9,03% -9,08% 3,14%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 27. júní 2011)

 

Krónan

Krónan veiktist örlítið í vikunni en gengisvísitalan hækkaði um 0,05% og endaði í 220,66.

Í vikunni urðu nokkuð miklar breytingar á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu.  Norsk króna hækkaði um 1,12% í verði og svissneskur franki um 1,08%. Á móti lækkaði sterlingspund um 1,17% og bandaríkjadollar um 0,49%.

Frá áramótum hefur krónan veikst um 5,72%. Mest er veikingin gagnvart svissneskum franka 11,65%, 7,29% gagnvart norskri krónu og 6,93% gagnvart evru. Af helstu gjaldmiðlum er veikingin minnst gagnvart bandaríkjadal, 1,07%.

Í framhaldinu  er líklegra að þróunin verði fremur til veikingar en styrkingar krónunnar. Því til rökstuðnings má benda á að gengi krónunnar í nýlegu útboði Seðlabanka Íslands var verulega lægra en opinbert gengi bankans. Einnig er veruleg óvissa hvort raunverulegur eða undirliggjandi viðskiptajöfnuður sé jákvæður eða neikvæður.

Verulega skortir á trúverðugleika Seðlabankans og er hann í mjög erfiðri stöðu þar sem verðbólga fer vaxandi þrátt fyrir að enn ríki mikill slaki í hagkerfinu. Ríflegar kauphækkanir í kjölfar kjarasamninga, sem m.a. byggja á því skilyrði að krónan styrkist verulega á samningstímanum, setja bankann í enn erfiðari stöðu. Vextir eru byrjaðir að hækka erlendis sem mun auka á þáttatekjuhallann og minnka vaxtamun við útlönd.

Komi ekki til aukins útflutnings í bráð er líklegt að krónan haldi áfram að gefa eftir, en bent hefur verið á að leiðin út úr vandanum er aukin fjárfesting hér á landi í greinum sem skapa eða spara gjaldeyri.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK
220,66 0,05% 0,20% 2,15% 5,95% 6,07% 3,06%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 27. júní 2011)

 

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.