Sérhæfðar fjárfestingar

Íslensk verðbréf tekur virkan þátt í fjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Starfsmenn sérhæfðra fjárfestinga ÍV hafa mikla reynslu af því að leiða saman fjármagn þeirra sem vilja fjárfesta og þeirra sem þurfa á fjármagni að halda í óskráðum og skráðum íslenskum sem og erlendum fjármálagerningum.  Sérhæfðar fjárfestingar ÍV aðstoða viðskiptavini sína við að finna sérhæfðar og sérsniðnar lausnir fyrir margvísleg fjárfestingartækifæri á Íslandi og erlendis. Sérhæfðar fjárfestingar ÍV bjóða viðskiptavinum sínum þannig upp á að taka þátt í sérhæfðum fjárfestingum og að halda utan um þær með virkum og gagnsæjum hætti.

Upphaf viðskipta

Áhugasamir aðilar eru hvattir til að kynna sér þjónustu Íslenskra verðbréfa á sviði sérhæfðra fjárfestinga með því að hafa samband við starfsmenn eignastýringar Íslenskra verðbréfa í síma 460 4700 eða með því að senda tölvupóst. Starfsmenn sérhæfðra fjárfestinga ÍV eru ávallt tilbúnir til að ræða við viðskiptavini um mögulegt samstarf og hægt er að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins.