Af hverju Íslensk verðbréf?

Íslensk verðbréf hafa sérstöðu á íslenska fjármálamarkaðinum sem byggist á eftirfarandi þáttum:

  • Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki.  Það þýðir að öll starfsemi félagsins miðar að því að ná hámarksárangri á sviði eignastýringar.  Félagið sinnir ekki útlánastarfsemi, fyrirtækjaráðgjöf eða annarri álíka þjónustu sem tekur fókusinn af eignastýringu.
  • Íslensk verðbréf stunda ekki beinar fjárfestingar fyrir eigin reikning, með öðrum orðum: félagið keppir ekki við viðskiptavini sína um þau tækifæri sem bjóðast á markaðinum hverju sinni.   Með þessu er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra milli félagsins annars vegar og viðskiptavina hins vegar.

Þessir þættir eru grunnur að starfsemi félagsins og forsenda þess að það njóti trausts á fjármálamarkaðinum.   Hér er að finna frekari upplýsingar um starfsemi Íslenskra verðbréfa hf.