Markaðsfréttir - síðasta vika

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Vísitala 5 ára óverðtryggðra bréfa lækkaði um 0,12% í vikunni. Á sama tíma hækkuðu vísitölur 5 og 10 ára verðtryggðra bréfa um 0,71% og 0,56%. Verðtryggð bréf halda því áfram að hækka í verði en þau óverðtryggðu gefa aðeins eftir.

Fjárfestar hallast því enn að verðtryggðum bréfum þrátt fyrir að krafa þeirra sé orðin ansi lág. Skýringarnar eru nokkrar. Það er enn mikil óvissa hvernig gengi krónunnar þróast á árinu m.a. vegna Icesave samninganna og verðtryggð bréf veita ákveðið öryggi.

Ísland er verðbólguland og því eru margir fjárfestar tregir til að skoða óverðtryggða valkosti sem er m.a. ástæða þess að ríkið ætlar að gefa út verðtryggðan skuldabréfaflokk í vor en það hefur ríkið ekki gert í á annan áratug.

Að lokum er ljóst að aðgerðir ríkisins í skattamálum fara að töluverðum hluta í verðlagið og því má búast við verðbólguskoti á næstu mánuðum auk þess sem ríki, sveitarfélög og orkufyrirtæki eiga trúlega eftir að spila út fleiri gjalda- og skattahækkunum eftir því sem líða tekur á árið.

Innlend hlutabréf

Velta með bréf félaga í OMXI6ISK var aðeins fyrir um 102 milljónir króna í síðustu viku.  Eins og oft áður var mest velta með bréf í Össuri, um 79 milljónir. Gengi félagsins lækkaði um 4,2% í vikunni og endaði í 161.  Líklegt er að einhverjir fjárfestar hafi verið að taka út hagnað eftir hækkanir á gengi bréfa félagsins á síðustu mánuðum.

Bréf í Færeyja Banka hækkuðu mest í síðustu viku, um 2,7%. Bréf í Bakkavör lækkuðu mest í vikunni, um 30,8%.

Ástæðan fyrir lækkun á gengi Bakkavarar er sú að félaginu var í síðustu viku veitt heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa sína. Í þeim felast m.a. lenging á lánum til 2014 og að hluti lánanna verði breytt í hlutafé á genginu einum.

Einnig fá Bakkavararbræður (Lýður og Ágúst) möguleika á að eignast um 25% hlut í félaginu í lok tímabilsins (á gengingu 1) gangi rekstraáformin eftir. Félagið verður ennfremur afskráð úr Kauphöllinni á meðan að það er að vinna sig út úr erfiðleikunum.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram 12 mán
Bakkavör 1,35 -30,77% -30,77% 12,50% -8,78% -34,15% -32,50%
FO-AIR 141 0,00% 0,00% -4,08% -8,44% 0,00% -16,07%
FO-ATLA 160 0,00% 4,92% -20,00% -43,60% 0,00% -55,90%
FO-BANK 133,5 2,69% 4,30% -3,61% 10,79% 3,09% 18,14%
Marel 62,4 0,00% 0,81% -7,96% 23,08% 0,00% -4,15%
Össur 161 -4,17% 6,98% 28,80% 40,00% 4,21% 66,84%
OMXI6ISK 824,11 -2,26% 2,77% 2,65% 10,25% 1,12% -4,38%
Erlend hlutabréf

Margir stórir bankar birtu uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung 2009 í vikunni.  Má þar nefna Citigroup, Bank of America og Goldman Sachs.  Tap Citigroup nam 7,6 milljörðum dala á fjórðungnum en bankinn endurgreiddi að hluta bandaríska ríkinu opinbera aðstoð sem hann fékk í upphafi síðasta árs. 

Tap fyrir árið í heild nam 1,6 milljarði dala.  Bank of America tapaði 194 milljónum dala á fjórðungnum en hagnaður ársins var 6,3 milljarðar dala.  Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á tæplega 4,8 milljarði dala á fjórðungnum og nam hagnaður ársins 12,2 milljörðum dala. 

Þrátt fyrir að mörg uppgjör í vikunni hafi verið í takt við eða betri en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um var mikil lækkun á helstu hlutabréfavísitölum heims.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, setti fram tillögur sem ganga út á það að takmarka starfsemi stærstu banka Bandaríkjanna. 

Lagði hann meðal annars til að skorður verði settar á stærð og umfang banka til að koma í veg fyrir að þeir geti orðið of stórir og til að takmarka fjárhagslega áhættu tengda þeim. 

Ekki voru það þó eingöngu fréttir frá Bandaríkjunum sem ýttu undir lækkun hlutabréfaverðs.  Einnig bárust fréttir af því að ýmis merki séu um ofþenslu í kínversku hagkerfi eftir mikinn hagvöxt undanfarin ár. 

Eiga fjárfestar nú von á því að kínversk stjórnvöld muni kæla hagkerfið niður og að leiðrétting á hlutabréfaverði muni eiga sér stað.  Þannig lækkaði Nikkei hlutabréfavísitala Japans um 3,6% í síðustu viku og Hang Seng vísitalan í Kína lækkaði um 4,3%.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1166,93 -3,81% -1,90% -0,31% 11,91% -1,59% 39,32%
Þýskaland (DAX) 5695,32 -3,07% -5,06% -1,47% 8,15% -5,06% 35,34%
Bretland (FTSE) 5302,99 -2,75% -1,84% 1,15% 15,87% -2,03% 30,86%
Frakkland (CAC) 3820,78 -3,38% -2,68% -0,01% 13,11% -3,26% 33,65%
Bandaríkin (Dow Jones) 10172,98 -4,09% -3,30% 2,01% 11,87% -2,45% 25,94%
Bandaríkin (Nasdaq) 1794,82 -3,74% -4,01% 2,35% 12,24% -3,52% 52,64%
Bandaríkin (S&P 500) 1091,76 -3,88% -3,08% 1,13% 11,49% -2,09% 31,23%
Japan (Nikkei) 10590,55 -3,57% 0,17% 2,23% 5,71% -0,32% 35,73%
Samnorræn (VINX) 80,65421 -2,76% 2,04% 4,56% 17,20% 1,13% 52,81%
Svíþjóð (OMXS30) 951,0617 -2,02% -1,12% 1,98% 9,16% -0,10% 57,37%
Noregur (OBX) 325,3176 -5,79% -3,98% 5,08% 21,60% -3,96% 64,81%
Finnland (OMXH25)  2035,317 -1,10% 2,29% 6,15% 18,32% 0,69% 46,79%
Danmörk (OMXC20) 346,8741 -3,45% 4,43% 3,23% 14,46% 3,93% 41,38%
Krónan

Stöðugleiki krónunnar heldur áfram, en gengisvísitala krónunnar hækkaði um 0,15% í vikunni skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og veiktist því krónan sem því nam. Gengisvísitalan endaði í 234,46 stigum.

Viðskipti á gjaldeyrismarkaðinum eru mjög lítil, einungis um 3 milljónir evra frá áramótum. Viðskiptin fara því að mestu fram innnan hverrar bankastofnunar, en slíkt verður að teljast óheppilegt þar sem það skekkir verðmyndum og sýnileikinn er enginn.

Mun heppilegra væri að stærri hluti viðskiptanna færi fram í gegnum gjaldeyrismarkaðinn, í stað þess að einstakir bankar gefi út gengi gjaldmiðla til sinna viðskiptavina. Í slíku umhverfi geta hagsmunir bankanna ráðið meiru en annarra aðila er tengjast viðskiptum með gjaldeyri.

Til að auka viðskipti og dýpt á gjaldeyrismarkaðinum væri hægt að skylda fjármálastofnanir að fara með allar stærri fjárhæðir þar í gegn. Slíkt gæti þó aukið flökt krónunnar, en gert verðlagningu gagnsærri, þrátt fyrir mikil höft.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram 12 mán
GVT ISK 234,4578 0,15% -0,17% -0,79% 1,35% 0,71% 14,14%

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.