Tveir nýir starfsmenn

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf, annars vegar verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum og hins vegar sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf.Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf, annars vegar verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum og hins vegar sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf.

Baldur Snorrason hefur verið ráðinn verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum. 

Baldur er fæddur árið 1973 og lauk prófi við stýrimannaskóla árið 1993 og kláraði B.Sc. í sjávarútvegsfræðum frá HA árið 2000.  Árið 2007 útskrifaðist Baldur með MBA gráðu frá Copenhagen business school auk þess sem hann hlaut löggildingu til verðbréfaviðskipta árið 2008. 

Baldur starfaði sem stýrimaður og skipstjóri á íslenskum og erlendum skipum til ársins 1998 og eftir það sem sérfræðingur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum.

Frá árinu 2007 starfaði Baldur í eigin viðskiptum Saga Capital og í framhaldinu var hann forstöðumaður markaðsviðskipta.  Baldur hóf störf hjá Íslenskum verðbréfum í júlí 2010.

Helga Björg Ingvadóttir er sjóðstjóri hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf, sem er dótturfélag Íslenskra verðbréfa hf.

Helga Björg er fædd árið 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2002 og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006. Hún hefur einnig lokið löggildingarnámi í verðbréfamiðlun frá Háskólanum í Reykjavík.

Helga Björg starfaði á árunum 2006-2008 hjá Kaupþingi og frá 2008-2010 hjá Byr hf., fyrst sem sjóðsstjóri og síðar í regluvörslu. Hún hóf störf hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf. í ágúst 2010.