Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Vísitala 5 ára óverðtryggðra bréfa hækkaði um 0,53% í vikunni. Á sama tíma lækkuðu vísitölur 5 og 10 ára verðtryggðra bréfa um 0,58% og 0,55%.

Óverðtryggð bréf halda því áfram að hækka í verði á sama tíma og verðtryggð bréf lækka í verði. Þessi þróun bendir til þess að verðbólguvæntingar fjárfesta fari hratt niður á við.

Það sem ýtti þessari þróun af stað var verðhjöðnun í janúarmælingunni. Það sem hefur svo stutt við hana er að nú virðast vera auknar líkur á að Icesave málið leysist á farsælli hátt en útlit var fyrir í byrjun árs. Farsæl lausn Icesave málsins er síðan forsenda þess að stýrivextir verði lækkaðir verulega.

Innlend hlutabréf

Viðskipti í síðustu viku á OMXI6ISK námu um 454 milljónum króna, sem fyrr eru það Össur og Marel sem eru veltumestu félögin á markaðnum með um 99% af veltunni í síðustu viku.

Í janúar var velta með hlutabréf í kringum 3,5 milljarðar króna en þar af voru ein viðskipti með Færeyjabanka upp á 2,6 milljarða.  Ef þeim viðskiptum er sleppt er meðalvelta á dag á hlutabréfamarkaðnum undir 50 milljónum króna.

Mest hækkuðu bréf Bakkavarar í síðustu viku eða um 20% í aðeins tveim viðskiptum.  Mest lækkuðu hlutabréf Marels, um 3,81% og bréf  Össurar um 0,62%.  Bæði félögin skiluðu uppgjöri í síðustu viku fyrir árið 2009. 

Uppgjörið hjá Össur var nokkuð gott og yfir spá greiningaraðila, hins vegar var uppgjör Marels slakara en við hafði verið búist og lækkaði gengi félagsins í kjölfarið.

Töluverðar sveiflur urðu á gengi Össurar við birtingu uppgjörsins. Í kauphöllinni hér heima stóð gengið í upphafi síðustu viku í 160 en endaði vikuna í 159, eftir að hafa farið hæst upp í 167. Síðustu 12 mánuði hefur gengi Össurar hækkað um ríflega 63%.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Bakkavör 1,5 20,00% -25,00% 30,43% 3,45% -25,00% -25,37%
FO-AIR 136 0,00% 0,00% 0,71% -9,62% 0,00% -14,55%
FO-ATLA 160 0,00% 0,00% -10,86% -43,60% 0,00% -56,69%
FO-BANK 141,5 7,20% 1,93% -3,65% 9,54% 1,93% 13,30%
Marel 58 -3,81% -5,69% -14,58% 11,32% -7,05% -4,29%
Össur 159 -0,62% 1,92% 15,22% 41,59% 2,91% 63,41%
OMXI6ISK 814,81 1,02% -0,03% -0,22% 9,65% -0,02% -12,13%
Erlend hlutabréf

Í síðustu viku héldu erlend hlutabréf áfram að lækka á Wall Street, á Asíumörkuðum og í helstu kauphöllum Evrópu.  Ríkir nú aukinn ótti meðal fjárfesta vegna mikils fjárlagahalla í löndum eins og Grikklandi, Spáni og Portúgal.

Frá Bandaríkjunum bárust meðal annars þær fréttir að atvinnuleysi reyndist vera 9,7% í janúar en var 10% í desember. Markaðnum hefur verið ýtt áfram með opinberum aðgerðum og óttast margir að nú fari að hægja á þegar innspýtingin fer að minnka.

Frá áramótum hafa helstu vísitölur í Bandaríkjunum lækkað um 4-6% sem er mun minni lækkun en á helstu vísitölum í Evrópu.

Danska hlutabréfavísitalan OMXC20 lækkaði um eitt prósent í síðustu viku en atvinnuleysi hefur farið ört vaxandi í Danmörku. Frá áramótum hefur danski markaðurinn hins vegar staðið sig vel og hækkað um rúm 4%. 

Á sama tíma lækkaði norska hlutabréfavísitalan OBX um rúm þrjú prósent og hefur þá lækkað um rúm 6% frá áramótum. Í Noregi hafa menn áhyggjur af fasteignamarkaðinum og óttast að þar sé að myndast fasteignabóla sem komi til með að springa eins og aðrar slíkar bólur.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1106 -2,11% -8,58% -3,24% 3,04% -6,25% 25,81%
Þýskaland (DAX) 5434 -3,11% -9,13% -0,03% 0,50% -7,91% 18,12%
Bretland (FTSE) 5061 -2,33% -7,76% -0,74% 7,89% -5,69% 18,94%
Frakkland (CAC) 3564 -4,70% -10,94% -2,82% 2,31% -8,48% 15,37%
Bandaríkin (Dow Jones) 10012 -0,49% -5,71% -0,11% 6,85% -3,99% 20,91%
Bandaríkin (Nasdaq) 1746 0,31% -7,74% 0,89% 7,82% -6,14% 36,68%
Bandaríkin (S&P 500) 1066 -0,68% -6,88% -0,29% 5,51% -4,39% 22,75%
Japan (Nikkei) 10057 -1,38% -7,84% 1,66% -4,42% -5,64% 23,22%
Samnorræn (VINX) 80 -2,06% -2,89% 6,04% 10,72% 0,85% 38,37%
Svíþjóð (OMXS30) 936 -1,72% -3,52% -0,25% 5,26% -1,32% 40,06%
Noregur (OBX) 319 -3,34% -8,13% 6,10% 17,07% -5,40% 53,57%
Finnland (OMXH25)  2002 -2,69% -4,40% 6,98% 11,07% -0,85% 32,11%
Danmörk (OMXC20) 351 -1,16% -0,87% 6,57% 8,41% 4,00% 29,35%
Krónan

Krónan styrktist í síðustu viku og lækkaði gengisvísitalan um 0,86% skv. opinberu viðmiðunargengi SÍ og endaði í 231,27 stigum.

Óvissa um þróun mála í Evrópu vegna slæmrar stöðu einstakra ríkja á borð við Grikkland, Portúgal og Írland hefur grafið undan evrunni. Frá áramótum hefur verðgildi evru gagnvart krónu lækkað um 2%, en á sama tíma hefur dollar styrkst um 3% gagnvart krónu.

Gengisvísitalan hefur hins vegar aðeins lækkað um 0,67% frá áramótum.

Líklegt er að evran haldi áfram að gefa eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum. Krónan ætti einnig að geta styrkst gagnvart evrunni, samfara áframhaldandi myndarlegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd.

Einnig virðist sem svo að Icesave málið sé að þróast í hagstæða átt, en neikvæð áhrif á íslenskt hagkerfi hafa verði mun minni en margir óttuðust. 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 231,27 -0,86% -0,79% -2,99% -0,50% -0,66% 21,04%
Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.