Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf hækkuðu mikið í vikunni, lengri bréfin um 3,39% og styttri um 1,74%. Löng óverðtryggð bréf lækkuðu hins vegar aðeins eða um 0,27%.

Spákaupmenn eru allsráðandi á markaðnum. Þeir hafa tekið stórar stöður í löngum ríkistryggðum bréfum og ýkja þar með kröfulækkun þeirra bréfa. Þeir treysta á að aðrir fjárfestar fylgi þeim eftir þ.á.m. lífeyrissjóðir og fleiri sem eru að færa fé af innlánsreikningum til fjárfestingar í ríkistryggðum skuldabréfum.

Stöðnun ríkir  í íslenska hagkerfinu og því þykir líklegt að SÍ lækki vexti verulega á næsta vaxtaákvörðunardegi  22. september n.k. Lítil ástæða er til að halda vöxtum háum þar sem litlar líkur eru á að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næstunni og því sjá höftin um að verja krónuna næstu misserin.

 
Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,3% á milli vikna.  Hlutabréf í Össuri hækkuðu mest, eða um 4,37% en mesta lækkunin var með bréf Eik bank, eða um 3,72%.

Veltan nam ríflega 1,4 ma.kr. með félög í vísitölunni í síðustu viku. Meðalvelta á viku í ágúst var í kringum 208 m.kr.

Veltan í síðustu viku skýrist af talsverðri veltu með bréf BankNordik í þrem viðskiptum upp á rúmlega 400 þúsund hluti á genginu 140 DKK sem er í kringum 1,2 milljarðar ISK.  Þetta er um 4,1% af hlutafé í félaginu.

Velta og fjöldi viðskipta með færeysku félögin þrjú í íslensku kauphöllinni hafa ekki verið mikil fyrir utan nokkur stór viðskipti með BankNordik. 

Félögin eru einnig skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og hefur veltan verið talsvert meiri þar, í síðustu viku var fjöldi viðskipta 224 í Kaupmannahöfn á móti 10 í íslensku kauphöllinni.  Veltan með Atlantic Petroleum var til að mynda um 78 milljónir ISK í Kaupmannahöfn á móti tæpum 2 milljónum ISK í íslensku kauphöllinni.

Á Firsth North Iceland markaðnum hækkaði Century Aluminum um 8,24% í síðustu viku og endaði gengið í 1.472.  Gengið hefur hins vegar lækkað um tæp 23% frá áramótum.

Heimsmarkaðsverð á áli miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaði í London (LME) hefur verið að sveiflast frá ríflega 1.800 USD tonnið upp yfir 2.400 USD á þessu ári.  Gengi Century Aluminum fór upp í 2.120 í apríl þegar verð á áli var sem hæst.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 140,00 0,72% -2,78% -6,67% -11,39% 8,11% 1,08%
FO-ATLA 156,00 4,00% 9,86% 1,30% -5,45% -2,50% -35,39%
FO-EIK 69,50 -3,47% -14,20% -16,27% -10,32% -13,12% -19,19%
ICEAIR 3,50 0,00% 2,94% 12,90% 16,67% -4,11% -10,26%
MARL 94,00 1,08% 2,51% 11,24% 32,58% 50,64% 60,68%
OSSR 215,00 4,37% 8,31% 17,17% 20,45% 39,16% 74,80%
OMXI6ISK 958,35 2,31% 2,50% 6,08% 5,47% 17,59% 18,82%

(Nasdaq OMX Nordic, 13. september 2010)

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 0,49%, DAX í Þýskalandi um 1,31%, FTSE í Bretlandi um 1,46% og Nikkei í Japan um 1,37%.

Þá hækkaði Hang Seng í Kína um 1,36% í liðinni viku en innflutningur í Kína jókst um 35,2% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra.  Tölurnar benda til sterkari innlendrar eftirspurnar í einu stærsta hagkerfi heims og auka vonir um vaxandi hagvöxt í heiminum. 

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telur hins vegar líkur á því að það dragi úr hagvexti í heiminum þegar líður á þetta ár m.a. vegna veikleika í efnahagskerfi Bandaríkjanna og erfiðrar stöðu margra fjármálafyrirtækja.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1136,71 0,72% 3,21% 5,40% -4,07% -2,52% 1,77%
Þýskaland (DAX) 6214,77 1,31% 2,31% 3,37% 5,16% 4,94% 11,16%
Bretland (FTSE) 5501,64 1,46% 5,04% 7,32% -1,49% 2,38% 10,58%
Frakkland (CAC) 3725,82 1,46% 4,23% 5,85% -4,17% -4,39% 0,77%
Bandaríkin (Dow Jones) 10462,77 0,17% 1,55% 2,46% -1,52% 0,33% 8,93%
Bandaríkin (Nasdaq) 1892,34 1,19% 4,04% 2,45% -1,67% 1,72% 12,27%
Bandaríkin (S&P 500) 1109,55 0,49% 2,81% 1,64% -3,52% -0,50% 6,41%
Japan (Nikkei) 9239,17 1,37% 0,74% -3,95% -13,30% -11,61% -10,75%
Samnorræn (VINX) 94,55 2,91% 6,45% 8,04% 7,12% 19,36% 24,94%
Svíþjóð (OMXS30) 1068,89 2,00% 3,75% 5,81% 5,62% 12,99% 17,12%
Noregur (OBX) 341,63 1,06% 5,65% 6,64% 2,27% 1,60% 21,78%
Finnland (OMXH25)  2352,67 2,76% 5,09% 9,23% 6,04% 16,79% 21,05%
Danmörk (OMXC20) 416,34 1,97% 1,69% 4,41% 12,79% 24,73% 25,95%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 13. september 2010)

Krónan

Krónan styrktist í liðinni viku og lækkaði gengisvísitalan um 0,44% og endaði í 205,15 stigum. Evran lækkaði í verði um 0,92% og kostar ein evra nú um 150 krónur. Krónan hefur styrkst nær samfellt frá því um miðjan nóvember í fyrra en þá kostaði evran um 187 krónur sem þýðir að hún hefur lækkað um rúm 19% á móti krónu frá þeim tíma.

Sé litið til tæknigreiningar er krónan í styrkingarfasa  og hefur svo verið síðan snemma árs. Þess ber þó að geta að krónan er í skjóli gjaldeyrishafta. Seðlabankinn hefur hafið kaup á gjaldeyri fyrir krónur og ljóst er að hann mun geta haft mikið um þróun krónunnar að segja og haldið henni á því bili sem hann telur þjóna heildarhagsmunum hagkerfisins best.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 205,15 -0,44% -1,39% -3,46% -9,03% -11,88% -11,89%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 13. september 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.