Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,44% í vikunni, stutt verðtryggð bréf hækkuðu um 0,64% og stutt óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,03%. Hátt verðbólgutif í nóvember styður við verðtryggðu bréfin á meðan að verðbreyting óverðtryggðu bréfanna er óveruleg.

Það er ákveðin óvissa með framhaldið. Krafa ríkistryggðra bréfa er komin niður fyrir þau mörk sem lífeyrissjóðirnir telja sér fært að fara niður í vegna neikvæðra áhrifa á útreikning framtíðarstöðu þeirra. Þeir eru líka nokkuð vel settir eftir kaupin á „Avensbréfunum“.

Helstu kaupendur í dag eru því aðrir fagfjárfestar en lífeyrissjóðir s.s. tryggingafélög, sveitarfélög o.fl. Verðbréfasjóðir hafa einnig verið á kauphliðinni og svo eru það spákaupmennirnir sem eru vaknaðir til lífsins eftir harða útreið í september.

Á stutta endanum eru erlendir fjárfestar (sem sitja fastir) allsráðandi. Það er því töluverð eftirspurn í gangi sem hefur í fátt að leita sem stendur þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir flæði úr krónunni.

Á framboðshliðinni eru það Íbúðalánasjóður og ríkissjóður sem sjá markaðinum fyrir bréfum. Verðtryggt framboð skuldabréfa er frekar takmarkað þar sem lítið er um útlán hjá Íbúðalánasjóði en viðvarandi halli ríkissjóðs sér þó um að töluvert framboð verður af óverðtryggðum bréfum næstu misserin.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 2,76% í vikunni, þar af lækkaði Össur mest um rúm 4%.

Mest velta var með BankNordik af félögum vísitölunnar fyrir 119 milljónir af 261 milljón króna heildarveltu.

Athygli vekur að þrátt fyrir lækkun Össurar hér heima enduðu bréfin í genginu 205 síðastliðinn föstudag, en á  á sama tíma var gengi bréfana  í kauphöllinni í Kaupmannahöfn DKK 9,05 sem gefur okkur jafngildi ISK 186.

Tilkynnt var í vikunni að fasteignafélag verði brátt skráð í Kauphöll Íslands, en Reginn ehf. hefur ákveðið að skrá Fasteignafélag Íslands á næsta ári. Í félaginu verða bæði Smáralind og Egilshöll.

Icelandair mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung mánudaginn 15. nóvember og halda opinn kynningarfund 17. nóvember.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 152,50 -0,33% -3,48% 5,90% -2,87% 17,76% 12,55%
FO-AIR 118,00 5,36% 3,51% 0,85% -7,09% -16,31% -15,71%
FO-ATLA 190,00 0,00% 18,75% 33,80% 17,65% 18,75% 14,46%
ICEAIR 3,50 16,67% 0,00% 2,94% 12,90% -4,11% -2,78%
MARL 94,50 -1,56% -0,11% 3,28% 12,23% 51,44% 37,16%
OSSR 205,00 -4,21% -6,39% 3,27% 12,33% 32,69% 51,29%
OMXI6ISK 919,80 -2,76% -4,45% -1,63% -0,89% 12,86% 14,06%

(Nasdaq OMX Nordic, 15. nóvember 2010)

 

Erlend hlutabréf

Almenn lækkun var á erlendum hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  Heimsvísitala MSCI lækkaði um 2,14% í síðustu viku en frá áramótum hefur hún hækkað um 5,81%.

S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um rúm 2% í vikunni sem er mesta vikulega lækkun hennar í þrjá mánuði.  Voru það fréttir af verðbólgu í Kína sem ýttu undir ótta fjárfesta um að stutt sé í næstu vaxtahækkun þar.  Auk þess hefur aukin umræða átt sér stað um skuldavandræði margra Evrópuríkja.

Fréttir frá síðustu viku að seðlabanki Bandaríkjanna hafi í huga að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 600 milljarða Bandaríkjadala til að örva hagkerfið hefur sætt gagnrýni.  Óttast menn að innspýtingin geti ýtt undir skuldsett verðbréfakaup og þannig myndað nýja eignabólu.

Lækkun vikunnar gæti þó hæglega verið eðlileg verðleiðrétting þar sem S&P 500 vísitalan hefur hækkað um rúm 14% frá byrjun september.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni hafa 76% af þeim 433 fyrirtækjum í vísitölunni, sem hafa birt afkomu sínu frá 7. október, sýnt meiri hagnað á hlut en spár gerðu ráð fyrir. 

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1236,35 -2,14% 1,06% 12,03% 10,02% 5,81% 6,74%
Þýskaland (DAX) 6734,61 -0,29% 5,69% 9,54% 10,51% 12,35% 17,70%
Bretland (FTSE) 5796,87 -1,32% 1,16% 9,37% 9,63% 6,59% 8,94%
Frakkland (CAC) 3831,12 -1,69% -0,45% 5,52% 7,01% -3,21% 0,11%
Bandaríkin (Dow Jones) 11192,58 -2,10% 1,17% 8,63% 5,39% 7,33% 8,98%
Bandaríkin (Nasdaq) 2518,21 -2,34% 2,00% 15,86% 7,30% 10,98% 16,16%
Bandaríkin (S&P 500) 1199,21 -2,10% 1,96% 11,12% 5,59% 7,54% 9,67%
Japan (Nikkei) 9724,81 1,03% 3,44% 6,20% -6,07% -6,82% 0,59%
Samnorræn (VINX) 97,25051 -0,88% -0,18% 7,79% 9,99% 20,86% 22,05%
Svíþjóð (OMXS30) 1094,547 -1,34% -0,36% 5,22% 10,73% 14,59% 12,73%
Noregur (OBX) 378,03 0,12% 3,89% 15,56% 14,39% 11,14% 19,87%
Finnland (OMXH25)  2479,48 -0,96% 0,70% 9,23% 16,07% 21,38% 25,58%
Danmörk (OMXC20) 431,5841 0,06% 2,36% 4,21% 6,57% 27,83% 29,79%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 15. nóvember 2010)

Krónan

Krónan styrkist örlítið í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 0,09% og endaði í 205,02 stigum.

Gengi helstu mynta breyttist nokkuð mikið innbyrðis, evran er að gefa eftir og bandaríkjadalur að styrkjast. Gagnvart krónu hækkaði dalurinn um 2,16% í verði en evran lækkaði um 0,86%.

Ótti við stöðu skuldugra ríkja í Evrópu hefur verði að aukast og er það ein af ástæðum þess að evran gefur eftir. Skuldatryggingaálag til fimm ára á Grikkland er um 866 punktar, 356 á Írland, 433 á Portúgal en 273 á Ísland.

Ef Seðlabanki Evrópu grípur til þess ráðs að kaupa skuldabréf áðurnefndra evrópusambandsríkja er líklegt að það skaði efnahagsreikning bankans og jafnvel skaði ímynd markaðsaðila á hlutleysi hans. Töluverðar líkur eru til þess að evran haldi áfram að gefa eftir gagnvart helstu myntum.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 205,0163 -0,09% -0,55% -2,12% -6,51% -11,94% -13,65%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 15. nóvember 2010)

 

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.