Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu í vikunni um 0,44% og millilöng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,32%. Millilöng óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,21%.

Á föstudaginn fór fram útboð í nýjum flokki óverðtryggðra ríkisbréfa, RIKB 31 0124. Alls bárust tilboð fyrir 21,8 milljarða og var tilboðum tekið fyrir tæpa 11 milljarða króna að nafnverði og var ávöxtunarkrafan 6,6%. Eftirspurnin var því mikil og krafan mjög ásættanleg fyrir ríkið.

Næstkomandi miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs í janúar. Almennt er reiknað með töluverðri verðhjöðnun í mælingunni. Annars vegar vegna útsöluáhrifa og hins vegar vegna breytinga á vísitölunni.


Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,38% í vikunni og hækkaði Icelandair group mest, um 6,75% en Atlantic Airways lækkaði mest, um 2,59%.

Heildarvelta félaga sem mynda OMXI6ISK vísitöluna var tæpar 530 mkr. þar af um 350 mkr. í Icelandair group. 

Nú eru liðnar um tvær vikur frá því viðskipti hófust með nýja hluti Icelandair group að loknu almennu útboði. Útboðið verður að teljast vel heppnað en verðlagning félagsins í útboðinu var fjárfestum hagstæð. Viðskipti hafa verði nokkuð lífleg og markaður með bréf félagsins hefur myndast að nýju.

Í framhaldinu verður fróðlegt að sjá hvort góð endurkoma Icelandair verði öðrum félögum hvatning að sækja fé inn á hlutabréfamarkaðinn, en fjárfesta skortir fleiri valkosti.

Nú styttist í að félög birti uppgjör fyrir 4. ársfjórðung 2010. Marel mun birta uppgjörið 2. febrúar og Össur 7. febrúar.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 138,50 -1,07% -1,42% -7,67% -3,82% -2,46% 4,14%
FO-AIR 113,00 -2,59% -4,24% 2,73% -3,42% -2,59% -19,29%
FO-ATLA 214,00 0,47% 3,88% 36,31% 50,70% -1,61% 33,75%
ICEAIR 4,11 6,75% 26,07% 11,08% 17,43% 30,48% 19,13%
MARL 112,50 1,35% 13,29% 15,15% 22,95% 12,50% 80,29%
OSSR 206,00 3,00% -1,90% -5,07% 10,75% 1,48% 29,15%
OMXI6ISK 984,99 2,38% 4,88% 4,48% 7,69% 5,49% 20,13%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 24. janúar 2011)

Erlend hlutabréf

Lækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku. DAX í Þýskalandi lækkaði um 0,19%, FTSE í Bretlandi um 1,72%, heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 0,48% og Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan um 2,14%.

S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði einnig um 0,75% í vikunni eftir að hafa hækkað sjö vikur í röð. Ástæðan var lélegra uppgjör en væntingar stóðu til hjá félögum eins og Goldman Sachs og Citigroup. Auk þess sem hagtölur sýndu að byrjað var á færri nýbyggingum en reiknað var með.

Einnig hafa fjárfestar áhyggjur af miklum hagvexti í Kína sem mældist 10,3% árið 2010.  Verðbólgan í landinu mælist nú 4,6% og þrátt fyrir aðgerðir eins og hækkun stýrivaxta hafa stjórnvöld ekki náð að draga úr henni.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1302,54 -0,48% 2,21% 6,51% 16,56% 1,76% 13,28%
Þýskaland (DAX) 7062,42 -0,19% 5,69% 7,00% 14,63% 2,23% 24,11%
Bretland (FTSE) 5896,25 -1,72% -1,68% 2,90% 11,21% 0,14% 11,41%
Frakkland (CAC) 4017,45 0,86% 3,34% 4,19% 11,74% 5,94% 5,49%
Bandaríkin (Dow Jones) 11871,84 0,78% 2,58% 6,64% 13,88% 2,54% 16,70%
Bandaríkin (Nasdaq) 2689,54 -2,39% 0,90% 8,48% 18,51% 1,38% 21,96%
Bandaríkin (S&P 500) 1283,35 -0,75% 2,11% 8,48% 16,39% 2,04% 17,55%
Japan (Nikkei) 10274,52 -2,14% 0,64% 9,74% 9,69% 1,14% -2,32%
Samnorræn (VINX) 105,5521 -2,36% -0,74% 7,83% 16,60% -0,44% 31,15%
Svíþjóð (OMXS30) 1150,841 -1,91% -0,71% 3,82% 8,94% -0,28% 21,16%
Noregur (OBX) 393,17 -2,68% -1,35% 8,33% 19,18% -1,35% 21,41%
Finnland (OMXH25)  2648,577 -1,34% 0,37% 6,12% 19,28% 1,07% 30,52%
Danmörk (OMXC20) 459,8689 -0,92% 0,34% 8,51% 12,13% 0,72% 32,86%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 24. janúar 2011)

Krónan

Gengi krónunnar veiktist nokkuð í vikunni og hækkaði gengisvísitalan um 1,52% og endaði í 213,83 stigum. Hefur vísitalan hækkað um 2,78% frá áramótum. Frá því í upphafi árs 2010 var gengisvísitalan lægst snemma í september og nemur hækkunin síðan þá 4,44%. Á sama tíma hefur bandaríkjadalur lækkað í verði um 0,27%, evran hækkað um 4,82% og sterlingspund um 3,27%.

Varðandi veikingu krónunnar frá áramótum þá má eflaust rekja hluta hennar til þess að erlendir aðilar hafa verið að flytja fé úr landi vegna vaxtagreiðslna af innlendum eignum.

Einnig kann að vera að töf sé á innflæði tekna vegna útflutnings og að útflæði eigi sér stað ef innflutningsfyrirtæki hafa notið greiðslufrests vegna jólainnkaupanna. Hinsvegar hefur afgangur af viðskiptum verið góður og ekkert sem bendir til annars en svo verði áfram.

Skuldatryggingaálag á Íslenska ríkið hefur hækkað nokkuð frá áramótum, en á sama tíma hefur það lækkað hjá þeim ríkjum sem eru í hvað mestum vandræðum í Evrópu. Verður þetta að teljast nokkuð sérstakt þegar það er engin vafi á að ríkissjóður Íslands getur staðið við allar skuldbindingar sínar í erlendum myntum í fyrirsjánalegri framtíð.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,8307 1,52% 2,82% 3,78% 0,36% 2,78% -8,67%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 24. janúar 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.