Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,37% og millilöng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,09%. Millilöng óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,02%.

Hagstofan birti vísitölu neysluverðs í janúar síðastliðinn miðvikudag og lækkaði hún um 0,90% frá síðustu mælingu. 12 mánaða verðbólga er nú 1,80% sem er lægsta verðbólga í 7 ár.

Þeir liðir sem höfðu mest áhrif á mælinguna til lækkunar voru útsölur (-0,66%) og breyting á vísitölunni vegna útvarpsgjalds (-0,40%) , en það hefur nú verið tekið út úr vísitölunni.

Á miðvikudaginn kynnir Peningastefnunefnd Seðlabankans vaxtaákvörðun sína. Við spáum lækkun stýrivaxta upp á 0,5 prósentur.

 

Innlend hlutabréf

Í síðustu viku hækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,77%.  Mest hækkuðu bréf Marels eða um 4%, en félagið kynnir ársuppgjör 2010 þann 3.febrúar.  

Heildarvelta í síðustu viku, með þau bréf sem mynda vísitöluna, nam tæpum 471 milljón króna og var mesta veltan með bréf Marels fyrir rúmar 238 milljónir króna.

Í lok síðustu viku var gengi bréfa Össurar 4,6% hærra í kauphöllinni hér heima en í Kaupmannahöfn.  Ekki er ljóst hvenær félagið verður afskráð úr kauphöllinni hér heima.

BankNordik hefur lýst yfir áhuga á að eignast helmingshlut færeyska ríkisins í líftryggingarfélaginu P/F Føroya Lívstrygging.  Söluferlið er ekki langt á veg komið en það hefur allavega einn annar aðili óskað eftir að kaupa hlutinn.  BankNordik á nú þegar meirihlutaeign í tryggingarfélaginuVerði hér á Íslandi.

Þá tilkynnti bankinn að hann ætlaði að greiða niður lán sem eru á gjalddaga 2012 og 2013 að upphæð 900 milljónir DKK.  Áður hafði bankinn tilkynnt um greiðslu á 200 milljónum DKK þann 2.febrúar. 

Þetta er gert vegna góðrar lausafjárstöðu bankans og  mun spara bankanum talsvert í vaxtakostnað og kostnað vegna ábyrgðar Danska ríkisins.

Eftir standa því 1100 milljónir DKK af láni sem var veitt með ábyrgð Danska ríkisins.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 137,00 -1,08% -3,52% -10,46% -4,86% -3,52% 3,79%
FO-AIR 112,00 -3,45% -3,45% -1,75% -4,27% -3,45% -20,57%
FO-ATLA 214,00 0,00% -1,61% 20,22% 50,70% -1,61% 33,75%
ICEAIR 4,08 -0,49% 29,52% 16,57% 20,00% 29,52% 27,50%
MARL 117,00 4,00% 17,00% 19,88% 28,57% 17,00% 94,03%
OSSR 205,00 -0,49% 0,99% -4,65% 4,33% 0,99% 28,13%
OMXI6ISK 992,59 0,77% 6,30% 4,60% 5,88% 6,30% 23,06%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 31. janúar 2011)

Erlend hlutabréf

Engin hreyfing var á heimsvísitölunni í vikunni. FTSE í Bretlandi lækkaði um 0,22%, S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 0,53%, Dax í þýskalandi hækkaði um 0,57% og VINX samnorræna vísitalan hækkaði um 1,09%.

Bandaríska vísitalan S&P 500 fór í fyrsta skipti í 1.300 stig frá því í september 2008 en vikan endaði í 1276,34 stigum.  Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór yfir 12.000 stig í vikunni og endaði í 11.823,70 stigum en það er hæsta gildi hennar síðan í júní 2008.

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors (S&P) lækkaði lánshæfiseinkunn japanska ríkisins fyrir langtímaskuldir úr AA í AA-.  S&P hefur ekki lækkað lánshæfiseinkunn Japans í níu ár. Gríðarleg skuldasöfnun er ástæða lækkunarinna en japanska ríkið er eitt skuldsettasta ríki heims.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1302,13 0,00% 1,72% 6,54% 15,76% 1,72% 16,31%
Þýskaland (DAX) 7155,58 0,57% 5,69% 7,60% 15,53% 2,73% 26,64%
Bretland (FTSE) 5965,08 -0,22% -0,31% 3,63% 11,86% -0,31% 13,35%
Frakkland (CAC) 4059,57 -0,38% 5,19% 4,40% 9,86% 5,19% 7,03%
Bandaríkin (Dow Jones) 11823,70 -0,41% 2,13% 6,34% 12,97% 2,13% 17,45%
Bandaríkin (Nasdaq) 2686,89 -0,09% 1,28% 7,16% 19,17% 1,28% 25,13%
Bandaríkin (S&P 500) 1276,34 -0,53% 1,49% 7,87% 15,86% 1,49% 18,85%
Japan (Nikkei) 10360,34 0,84% 0,09% 11,25% 7,35% 0,09% 0,39%
Samnorræn (VINX) 106,70 1,09% -0,44% 9,77% 16,93% -0,44% 29,18%
Svíþjóð (OMXS30) 1151,80 0,08% -1,04% 4,97% 9,19% -1,04% 19,90%
Noregur (OBX) 392,63 -0,14% -1,94% 5,77% 19,80% -1,94% 19,05%
Finnland (OMXH25)  2685,98 1,41% 1,56% 8,95% 19,61% 1,56% 29,76%
Danmörk (OMXC20) 467,03 1,56% 0,86% 8,79% 12,33% 0,86% 30,05%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 31. janúar 2011)

Krónan

Gengi krónunnar styrktist óverulega í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 0,13% og endaði í 213,55 stigum. Hefur krónan veikst nokkuð frá áramótum og er vísitalan nú 2,65% hærri en í lok síðasta árs.

Af helstu myntum hefur evra hækkað í verði um 3,24%, sterlingspund um 2,85%, bandaríkjadalur um 0,46%, en japanskt jen hefur hinsvegar lækkað í verði um 1,12%.

Raungengi krónunnar, sem er mælikvarði á samkeppnisstöðu innlendra atvinnuvega út á við, er enn sögulega lágt og samkeppnisstaðan góð samkvæmt því. Verðbólga fer víða vaxandi á sama tíma og það dregur úr henni hér á landi og er hún nú svipuð og í helstu viðskiptalöndum.

Því má búast við að samkeppnisstaðan verði áfram góð nema til komi veruleg styrking krónunnar, en það verður að teljast harla ólíklegt á næstunni.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,55 -0,13% 2,55% 3,32% 0,21% 2,65% -8,73%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 31. janúar 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.