Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Í vikunni hækkuðu löng verðtryggð bréf um 0,17%. Stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,36% og óverðtryggð bréf hækkuðu um 1,85%.

Á fimmtudaginn voru birtar verðbólgutölur Hagstofunnar. Breyting milli mánaða var mjög lítil, eða 0,05% og er því 12 mánaða verðbólga nú 2,6%.

Var þetta minni hækkun en fjárfestar höfðu átt von á og voru talsverð viðbrögð á markaði eftir að verðbólgutölurnar voru birtar. Fjárfestar leituðu í óverðtryggð bréf og seldu stutt verðtryggð bréf á móti.

Næsti vaxtaákvörðunardagur SÍ verður 8. desember n.k. og ljóst að síðustu verðbólgutölur styðja við bakið á frekari vaxtalækkun og ekki ólíklegt að vextir verði lækkaðir um 50-75 punkta.


Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 1,19% í síðustu viku og hækkuðu íslensku félögin þrjú um 2-3% en á móti var lækkun hjá BankNordik og Atlantic Airways.

Mest velta var með Marel af félögum vísitölunnar fyrir 157 milljónir af 216 milljón króna heildarveltu.

Marel kynnti á föstudaginn í síðustu viku um erlenda langtímafjármögnun félagsins og er myntsamsetning fjármögnunarinnar í samræmi við eignir og tekjur félagsins.

Eru þetta mikil og góð tíðindi fyrir félagið og hluthafa þess. Sex alþjóðlegir bankar koma að fjármögnuninni og eru kjörin ásættanleg eða um 320 punktar ofan á Libor.

Með því að endurfjármagna allar skuldir félagsins má segja að loks sé hægt að klára sameiningu Marels og Stork og ná fullum samlegðaráhrifum út úr sameiningunni. Í kjölfarið verður gengið frá uppgreiðslu á stórum hluta tveggja flokka skuldabréfa Marels í íslenskum krónum sem voru á mjög óhagstæðum kjörum fyrir félagið.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 147,00 -2,65% -3,92% 4,26% -3,29% 13,51% 10,53%
FO-AIR 116,00 -1,69% 1,75% -2,52% -8,66% -17,73% -21,09%
FO-ATLA 190,00 0,00% 7,95% 26,67% 17,65% 18,75% 14,46%
ICEAIR 3,40 3,03% -2,86% -2,86% 9,68% -6,85% -11,69%
MARL 100,00 2,88% 246,00% 6,61% 3280,00% 60,26% 63,93%
OSSR 215,00 2,38% 0,94% 4,62% 18,13% 39,16% 64,12%
OMXI6ISK 945,96 1,19% 0,09% -0,44% 6,73% 16,07% 21,74%

(Nasdaq OMX Nordic, 29. nóvember 2010)


Erlend hlutabréf

Flestar helstu hlutabréfavísitölur heims lækkuðu í síðustu viku. S&P 500 í Bandaríkjunum lækkaði um 0,82%, CAC í Frakklandi um 3,41%, FTSE í Bretlandi um 1,11% og heimshlutabréfavísitalan MSCI lækkaði um 1,99%.

Lækkun vikunnar má meðal annars rekja til átaka á Kóreuskaga, ótta fjárfesta við vaxtahækkun í Kína og skuldavanda margra Evrópuríkja.

Eins og margar undanfarnar vikur beindust augu fjárfesta að Írlandi í síðustu viku og óttast margir að skuldavandi Íra kunni að smita út frá sér. Horfa flestir til Portúgals og Spánar í þeim efnum.

Frá áramótum hefur IBEX 35 hlutabréfavísitala Spánar lækkað um 20,04%, PSI General hlutabréfavísitala Portúgals lækkað um 7,71% og Irish Overall hlutabréfavísitala Írlands lækkað um 10,36%.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1210,36 -1,99% -0,97% 11,12% 12,04% 3,59% 5,75%
Þýskaland (DAX) 6848,98 0,08% 5,69% 15,98% 16,07% 15,85% 21,39%
Bretland (FTSE) 5668,7 -1,11% 0,68% 9,84% 10,12% 5,56% 8,92%
Frakkland (CAC) 3728,65 -3,41% -1,79% 7,34% 7,11% -4,35% 1,17%
Bandaríkin (Dow Jones) 11092 -0,96% -0,24% 9,27% 9,42% 6,37% 7,59%
Bandaríkin (Nasdaq) 2534,56 0,67% 1,08% 17,69% 12,30% 11,70% 18,52%
Bandaríkin (S&P 500) 1189,4 -0,82% 0,52% 11,72% 9,18% 6,66% 8,97%
Japan (Nikkei) 10039,56 0,18% 10,04% 12,62% 3,72% -3,99% 11,50%
Samnorræn (VINX) 97,73299 0,09% 2,33% 12,06% 15,64% 23,38% 27,41%
Svíþjóð (OMXS30) 1110,107 -0,04% 2,79% 9,89% 14,36% 17,65% 17,55%
Noregur (OBX) 366,8 -2,04% -0,19% 15,64% 16,26% 9,19% 14,55%
Finnland (OMXH25)  2484,605 -0,23% 2,08% 13,89% 18,96% 23,05% 29,30%
Danmörk (OMXC20) 428,5393 -1,02% 1,55% 9,49% 11,31% 27,94% 31,62%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 29. nóvember 2010)


Krónan

Krónan veiktist í vikunni og hækkaði gengisvísitalan um 0,37% og endaði í 205,85 stigum. Evran lækkaði í verði um 0,44% en dollar hækkaði í verði um 3,19%.

Vandamál einstakra evruríkja hefur verið í brennidepli, ekki síst Írlands, en Írar hafa leitað á náðir Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins varðandi neyðarlán. Ekki er ólíklegt að evra haldi áfram að gefa eftir gagnvart dollar.

Velta á millibankamarkaði með krónur fyrstu níu mánuði ársins er einungis um 12,8 milljaðar króna, eða um fimmtungur af því sem var á sama tímabili árið 2009.

Þess ber þó að geta að velta með gjaldeyri er mun meiri, en ef inn- og útflæði í hverjum banka er nokkuð jafnt þá þurfa þeir ekki að leita á millibankamarkaðinn. Fjöldi viðskipta hefur einnig minnkað mikið, eða um 85%.

Velta má fyrir sér hvort eðlilegt sé að stærstur hluti viðskiptanna með gjaldeyri fari fram innan hverrar fjármálastofnunar í stað þess að fara fram í gegnum millibankamarkaðinn. Það myndi auka dýpt markaðarins og þar með verðmyndum með gjaldeyri.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 205,8533 0,37% -0,12% -1,31% -4,84% -11,58% -12,72%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 29. nóvember 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.