Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Skuldabréf lækkuðu í  verði í vikunni. Löng verðtryggð bréf lækkuðu um 0,49% og stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,39%. Óverðtryggð bréf lækkuðu um 0,28%.

Á mánudag fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 110415.  Tilboðum var tekið fyrir tæpa 22 milljarða króna og eru flatir vextir 3,4%. Vextir ríkisvíxla hafa lækkað hratt á árinu og fylgt þar lækkun stýrivaxta.

Flatir vextir ríkisvíxla sem boðnir voru út í desember 2009 voru 7,5% og því er ljóst að fjármagnskostnaður ríkisins hefur lækkað verulega á tímabilinu.

Það hafa margir velt fyrir sér þörfinni á að hafa vexti jafn háa og raun ber vitni. Bent á að það sé ekki þörf á miklum vaxtamun á meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði. Verðbólgan er mjög lítil um þessar mundir og skýrist mest af skattahækkunum, gjaldskrárhækkunum og háu vaxtastigi.

Það er því spurning hvort vaxtakostnaður ríkisins sé mun hærri en nauðsynlegt hefði verið ef SÍ hefði haft annan hátt á í stýrivaxtarákvörðunum sínum.


Innlend hlutabréf

Í síðustu viku lækkaði OMXI6ISK vísitalan um 1,89%.  Ekkert félag í vísitölunni hækkaði, mest lækkaði Icelandair um 6,86%. 

Heldur rólegt var á markaðinum næst síðustu viku fyrir jól og var heildarvelta tæplega 121 m.kr. sem er talsvert minni velta en síðustu vikur. 

Engin viðskipti voru með færeysku félögin í vísitölunni.  Hins vegar hefur verið talsverð velta með færeyska olíuleitarfyrirtækið Atlantic Petroleum í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í síðustu viku var heildarvelta með bréf félagsins í kringum 127 m.IKR. 

Gengi Atlantic endaði í 208 DKK, en síðasta gengi í kauphöllinni hér heima var 214 DKK.  Gengi félagsins hefur hækkað um ríflega 33% í Kaupmannahöfn síðastliðið ár.

Gengi Össurar hefur verið að sveiflast frá 205 upp í 220 síðan félagið tilkynnti að það óskaði eftir afskráningu úr kauphöllinni hér heima.  Á föstudag var gengi félagsins um það bil 6,5% hærra hér heima en í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Hlutafjárútboði Icelandair lýkur fimmtudaginn 23.desember kl.16:00, almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir 100 milljónum hluta á genginu 2,5.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 142,00 0,00% -5,96% 2,16% -3,40% 9,65% 10,94%
FO-AIR 118,00 0,00% 0,00% -0,84% -3,28% -16,31% -16,31%
FO-ATLA 214,00 0,00% 12,63% 33,75% 38,96% 33,75% 40,33%
ICEAIR 3,26 -6,86% -1,21% -6,86% 5,16% -10,68% -10,68%
MARL 98,00 -2,00% 0,82% 3,27% 14,62% 57,05% 58,06%
OSSR 212,00 -2,83% -1,90% -5,07% 14,44% 33,33% 38,26%
OMXI6ISK 930,40 -1,89% -0,47% -4,00% 3,87% 14,16% 16,28%

(Nasdaq OMX Nordic, 20. desember 2010)


Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum í síðustu viku.  Hlutabréf hækkuðu mest á norðurlöndunum, samnorræna vísitalan hækkaði um 2,40%. Heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 0,13%, S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,31%, FTSE í Bretlandi um 1,02%, Nikkei í Japan um 0,90%.

Seðlabanki Bandaríkjanna heldur áfram að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf til þess að reyna að halda niðri skammtímavöxtum. Með kaupum á ríkisskuldabréfum er markmiðið að örva hagkerfið, minnka atvinnuleysi og ýta undir aukinn hagvöxt.

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfismat Írlands niður í B-flokk, Moody’s telur mikla óvissu einkenna efnahag landsins og fjármál hins opinbera, en í vikunni samþykkti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið lánapakka til Írlands upp á 85 milljarða evra.

Skuldatryggingarálag á Írland til 5 ára er 575 punktar en til samanburðar er álagið á Ísland 265 punktar.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1257,84 0,13% 1,82% 7,36% 12,78% 7,65% 9,94%
Þýskaland (DAX) 6982,45 -0,34% 5,69% 11,39% 12,78% 17,69% 20,24%
Bretland (FTSE) 5871,75 1,02% 2,45% 4,83% 11,85% 8,51% 13,02%
Frakkland (CAC) 3867,35 0,31% 0,85% 2,77% 5,58% -1,11% 2,59%
Bandaríkin (Dow Jones) 11491,91 0,75% 2,57% 6,87% 9,96% 10,20% 11,26%
Bandaríkin (Nasdaq) 2642,97 0,23% 4,96% 12,19% 14,42% 16,47% 19,50%
Bandaríkin (S&P 500) 1243,91 0,31% 3,68% 8,86% 11,31% 11,55% 12,83%
Japan (Nikkei) 10303,83 0,90% 1,94% 6,13% 2,22% -3,13% 0,73%
Samnorræn (VINX) 104,6181 2,40% 7,13% 8,74% 15,25% 30,89% 34,68%
Svíþjóð (OMXS30) 1153,126 1,23% 3,81% 5,52% 9,32% 21,13% 23,16%
Noregur (OBX) 388,68 1,44% 4,06% 12,24% 18,05% 14,83% 17,33%
Finnland (OMXH25)  2569,689 1,23% 3,63% 7,32% 16,04% 26,97% 32,46%
Danmörk (OMXC20) 455,8587 1,83% 4,97% 9,40% 8,92% 34,97% 35,94%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 20. desember 2010)


Krónan

Krónan veiktist nokkuð í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 1,29% og endaði í 208,22. Líklegt er að útflæði vegna gjalddaga á ríkisskuldabréfinu RIKB 10 1210 hafi haft áhrif, en erlendir fjárfestar hafa heimild til að flytja vaxtagreiðslur úr landi. Engin regla hefur verið á því hvort áður nefndir aðilar hafi nýtt sér þessa heimild.

Um áramót falla til vextir af innlánum og því ekki ólíklegt að það valdi nokkru útflæði gjaldeyris. Samkvæmt riti Seðlabanka Íslands, „Fjármálastöðugleiki“  námu innlán erlendra aðila um mitt ár 238 ma.kr í krónum og 58 ma.kr í erlendum gjaldeyri.

Ef vaxtagreiðslur verða fluttar úr landi mun það sem fellur til af innlánum í krónum hafa áhrif til veikingar krónunnar auk minnkunar á gjaldeyrisforða SÍ.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 208,2164 1,29% 1,65% 0,27% -2,45% -10,56% -12,42%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 20. desember 2010)


Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.