Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verðtryggð skuldabréf lækkuðu í  verði í vikunni. Löng verðtryggð bréf lækkuðu um 0,21% og stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,41%. Óverðtryggð skuldabréf hækkuðu aftur á móti um 0,54%.

Hagstofan birti mælingu á vísitölu neysluverðs þann 22. desember. Gildi vísitölunnar hækkaði um 0,33% frá því í nóvember.  Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5%.  Verðbólgan undanfarið ár er því komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands.

Í fundargerð Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem birt var 22. desember kemur fram að nefndin telji að enn kunni að vera svigrúm fyrir hendi til að draga úr peningalegu aðhaldi. Sem fyrr er það þó tekið fram að forsenda þess sé stöðugt gengi krónunnar og hjaðnandi verðbólga.


Innlend hlutabréf

Í síðustu viku hækkaði OMXI6ISK vísitalan um 0,31%.  Marel hækkaði mest eða um 1%, en mest lækkaði Össur, um 1,89%. 

Mjög rólegt var á markaðnum í jólavikunni og var heildarvelta um 171 m.kr, þar af tvenn viðskipti með bréf Icelandair group fyrir 108 m.kr.  Gengi bréfa félagsins breyttist ekki við viðskiptin.  Aðeins 4 viðskiptadagar voru  í vikunni og verður kauphöllin einnig lokuð 31.desember.

Hlutabréf Eik Banka verða tekin úr viðskiptum kauphallarinnar þann 29.desember.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 140,00 -1,41% -4,76% 1,45% -4,76% 811,00% 9,38%
FO-AIR 118,00 0,00% 1,72% -0,84% -3,28% -16,31% -16,31%
FO-ATLA 214,00 0,00% 12,63% 33,33% 42,67% 33,75% 40,33%
ICEAIR 3,26 0,00% -4,12% -6,86% -13,07% -10,68% -10,68%
MARL 99,00 1,00% -1,00% 8,79% 10,00% 58,65% 59,94%
OSSR 208,00 -1,89% -3,26% -4,59% 15,24% 38,21% 34,63%
OMXI6ISK 933,33 0,31% -1,11% -2,94% 2,99% 14,78% 16,66%

(Nasdaq OMX Nordic, 27. desember 2010)

Erlend hlutabréf

Töluverð hækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í síðustu viku.  Heimsvísitala MSCI hækkaði um 1,35% og samnorræna VINX vísitalan hækkaði um 2,30%. Í Bandaríkjunum hækkaði S&P500 um 1,16% og FTSE vísitalan í Bretlandi um 2,34%.

Lánshæfisfyrirtæki eru um þessar mundir að endurskoða lánshæfiseinkunnir margra ríkja  með lækkun í huga. Meðal þeirra sem til skoðunar eru, má nefna Frakkland, Grikkland og Spán, en öll eiga þau á hættu að lánshæfismatið verði lækkað. Fitch ratings hefur þegar lækkað lánshæfismat Portúgals, en það var gert í liðinni viku.

Ávöxtunarkrafa á skuldabréf margra evrópuríkja hefur hækkað undanfarið, sem leiðir til þess að fjármögnun þessara landa verður dýrari. Það getur í framhaldinu haft þau áhrif að lánshæfismat þeirra lækki enn fremur en slíkt gæti haft neikvæð áhrif á önnur Evrópuríki.   

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1274,42 1,35% 5,29% 7,95% 18,05% 9,07% 8,72%
Þýskaland (DAX) 7057,69 0,47% 5,69% 10,51% 13,81% 16,83% 16,83%
Bretland (FTSE) 5996,07 2,34% 6,00% 7,81% 19,07% 11,01% 11,23%
Frakkland (CAC) 3900,39 0,85% 3,26% 2,23% 9,39% -2,19% -1,60%
Bandaríkin (Dow Jones) 11573,49 0,66% 3,45% 6,57% 13,99% 10,98% 10,01%
Bandaríkin (Nasdaq) 2665,60 1,08% 4,82% 11,94% 20,21% 17,47% 16,62%
Bandaríkin (S&P 500) 1256,77 1,16% 4,88% 9,41% 17,05% 12,70% 11,57%
Japan (Nikkei) 10279,19 -0,24% 3,15% 7,84% 6,35% -1,81% -1,32%
Samnorræn (VINX) 106,57 2,30% 8,55% 11,25% 21,41% 32,74% 33,94%
Svíþjóð (OMXS30) 1160,55 0,58% 5,18% 5,60% 13,27% 21,57% 20,32%
Noregur (OBX) 400,37 4,17% 7,96% 14,41% 24,43% 17,38% 17,35%
Finnland (OMXH25)  2646,74 2,68% 6,58% 10,55% 22,32% 29,56% 31,63%
Danmörk (OMXC20) 459,30 2,00% 5,91% 9,00% 12,29% 35,74% 36,39%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 27. desember 2010)


Krónan

Gengi krónunnar hélst nær óbreytt í vikunni og hækkaði gengisvísitalan um 0,02% og endaði í 208,26. Gengisvísitala krónunnar hefur verið nokkuð stöðug síðan snemma í ágúst, hefur sviflast á bilinu 203 til 210. Skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands er nú um 2,7%  en var yfir 4% síðastliðin áramót.

Afgangur af viðskiptum með vöru og þjónustu hefur verið mikill á árinu, auk þess sem skýrari mynd er að dragast upp af þáttatekjunum. Óvissa er þó mikil í bráðabirgðatölum um viðskiptajöfnuð.

Þrátt fyrir erfiða stöðu og töluverða óvissu um stöðu hagkerfisins er ljóst að mikið hefur áunnist á árinu í því að rétta þjóðarskútuna af og draga úr óvissu. 

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 208,26 0,02% 0,16% 0,15% -4,34% -10,54% -11,34%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 27. desember 2010)


Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.