Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,74% í vikunni og millilöng verðtryggð bréf hækkuðu um 0,19%. Millilöng óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,70%.

Á árinu 2010 hækkuðu löng verðtryggð bréf (OMXI 10Y I) um 12,47% og millilöng verðtryggð bréf (OMXI 5Y I) hækkuðu um 9,85%. Millilöng óverðtryggð bréf (OMXI 5Y NI) hækkuðu hins vegar um 21,64%. Það voru því óverðtryggð bréf sem skiluðu mestu til skuldabréfafjárfesta á árinu.

Lánamál ríkisins hafa birt útgáfuáætlun fyrir árið 2011. Samkvæmt henni verða gefin út ríkisbréf fyrir 120 ma.kr. Það sem helst vekur athygli er að það á að bæta við tveimur óverðtryggðum flokkum til annars vegar 10 ára og hins vegar 20 ára.

Það verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvernig gengur að selja 20 ára óverðtryggðan flokk í landi sem er þekkt fyrir margt annað en stöðugt verðlag.  

Í áætluninni kemur fram að fyrirhugað sé að breyta fyrirkomulagi á víxlaútgáfu á þann hátt að ríkisvíxlar verði til sex mánaða í stað fjögurra mánaða áður. Ennfremur verður hægt að stækka flokkana þegar þrír mánuðir eru til gjalddaga. Þetta er nýmæli og er ætlað að auka sveigjanleika ríkissjóðs til að mæta tímabundnum sveiflum í tekjum og gjöldum.


Innlend hlutabréf

Góður gangur var á innlendum hlutabréfamarkaði á árinu, OMXI6ISK hækkaði um 14,57%. Össur og Marel leiddu þær hækkanir en Össur hækkaði um 31,39% og Marel um 60,51% en saman vigta þessi tvö félög rúm 68% í vísitölunni.

Flest viðskipti voru með Marel í vikunni en Marel hækkaði um 0,91% og var heildarveltan rúmar 128 milljónir króna.

Hlutafjárútboð Icelandair Group gekk framar vonum og var þreföld eftirspurn miða við framboð. Icelandair Group gaf út 1.059.000.000 hluti á genginu 2,5 og í lok ársins var gengið 3,15. Góður árangur í hlutafjárútboðinu getur ýtt undir áhuga annarra félaga á að sækja fjármagn í gegnum hlutabréfamarkaðinn. 

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 142,00 1,43% -3,40% 10,08% -2,74% 9,23% 9,23%
FO-AIR 116,00 -1,69% 0,00% -1,69% -0,85% -17,73% -17,73%
FO-ATLA 217,50 5,58% 23,58% 35,94% 59,93% 35,94% 35,94%
ICEAIR 3,15 -3,08% -14,86% -14,86% -10,00% -13,70% -13,70%
MARL 100,00 0,91% 0,81% 8,34% 11,11% 60,51% 60,51%
OSSR 203,00 -2,40% -2,87% -6,88% 10,93% 31,39% 31,39%
OMXI6ISK 933,75 0,04% 0,41% 1,48% 3,49% 14,57% 14,57%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 3. janúar 2011)

Erlend hlutabréf

Hlutabréfaverð hækkaði lítilsháttar í Bandaríkjunum en lækkaði víða í Evrópu í síðustu viku.  S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 0,09%,  Dax í Þýskalandi lækkaði um 2,03%, Nikkei í Japan lækkaði um 1,05% og heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 0,47%

Þrátt fyrir mikinn fjármálahalla og aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum sem og skuldakreppu í Evrópu var árið 2010 gott fyrir eigendur erlendra hlutabréfa.  Hlutabréfaverð hækkaði mikið á norðurlöndunum og hækkaði til að mynda OMXC20 hlutabréfavísitalan í Danmörku um 35,91% á árinu. 

Einnig hækkaði DAX hlutabréfavísitala Þýskalands um 16,06% og S&P 500 í Bandaríkjunum um 12,78%.  Hins vegar lækkaði Nikkei í Japan um 3,01% og CAC í Frakklandi um 3,34%.

Til gamans má geta þess að hlutabréfavísitalan í Sri Lanka (Colombo All Share index)  hækkaði mest á árinu (um 96%) en mesta lækkunin var í Bermuda (BSX:IND) en sú vísitala lækkaði um 44% árið 2010.

Ástæða er til bjartsýni á erlendum hlutabréfamörkuðum á þessu ári og spáir Goldman Sachs meðal annars að hlutabréfaverð hækki um 25-29%.  Bankinn gerir ráð fyrir að hlutabréfaverð hækki mest í Asíu utan Japans en að bandaríski og evrópski hlutabréfamarkaðurinn komi til með að hækka um 25%. 

Forsendur hækkunarinnar eru verulegur vöxtur hagnaðar, góður gangur í efnahagslífi og mjög lágir vextir sem keyra áfram hlutabréfamarkaðina.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1280,07 0,47% 2,64% 8,10% 23,48% 9,29% 9,29%
Þýskaland (DAX) 6914,19 -2,03% 5,69% 12,33% 17,29% 16,06% 16,06%
Bretland (FTSE) 5971,01 -1,79% 2,69% 5,49% 21,95% 9,00% 9,00%
Frakkland (CAC) 3804,78 -2,45% 2,78% 4,41% 15,13% -3,34% -3,34%
Bandaríkin (Dow Jones) 11577,51 0,05% 1,72% 6,91% 19,52% 11,02% 11,02%
Bandaríkin (Nasdaq) 2652,87 -0,46% 2,37% 11,90% 26,82% 16,91% 16,91%
Bandaríkin (S&P 500) 1257,64 0,09% 2,69% 9,72% 22,99% 12,78% 12,78%
Japan (Nikkei) 10344,54 -1,05% 2,94% 9,17% 9,02% -3,01% -3,01%
Samnorræn (VINX) 106,24 -0,31% 5,59% 13,16% 28,98% 32,94% 32,94%
Svíþjóð (OMXS30) 1155,57 -0,43% 5,68% 7,56% 16,31% 21,41% 21,41%
Noregur (OBX) 400,40 0,01% 11,91% 15,52% 35,01% 18,00% 18,00%
Finnland (OMXH25)  2628,48 -0,69% 9,63% 10,34% 27,20% 29,63% 29,63%
Danmörk (OMXC20) 457,58 -0,38% 8,89% 10,93% 17,69% 35,91% 35,91%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 3. janúar 2011)

Krónan

Gengi krónunnar styrktist lítillega í vikunni og lækkaði gengisvísitalan um 0,11% og endaði í 208,04. Á árinu 2010 styrktist  krónan um 11,9%. Gagnvart helstu gjaldmiðlum var breytingin nokkuð misjöfn.

Bandaríkjadalur lækkaði úr um 125 kr í um 115 kr. (8,6% styrking), evra lækkaði úr um 180 kr í um 154 kr. (17% styrking) og sterlingspund gaf eftir um tæp 13% gagnvart krónu. Japanskt jen og svissneskur franki styrktust hinsvegar gagnvart krónu, jen um 4,4% og franki um 1,3%.

Erfitt er að spá fyrir um þróun krónunnar á nýju ári en líklegast er að breytingar verði litlar og þá fremur í átt til hóflegrar veikingar. Þar kemur til að frekari styrking mun leiða til versnandi viðskiptakjara við útlönd, en núverandi gengi er hagstætt fyrir innlendar samkeppnisgreinar sem og viðunandi fyrir seðlabankann.

Bankinn hefur gengi krónunnar í hendi sér sökum mikilla gjaldeyrishafta, en hann hefur einnig verði kaupandi á gjaldeyrismarkaði og mun líkast til vera svo áfram. Komi til frekara afnáms gjaldeyrishafta á árinu ætti það fremur að leiða til veikingar en styrkingar krónunnar.

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 208,04 -0,11% 1,12% 0,75% -2,44% -10,97% -10,97%

(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 3. janúar 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.