Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,39% í vikunni og millilöng verðtryggð bréf lækkuðu um 0,07%. Millilöng óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,61%. Búast má við ákveðnu stefnuleysi á markaðinum næstu vikurnar eða þar til SÍ kemur fram með áætlun um hvernig afnámi gjaldeyrishafta skuli háttað.

Á mánudaginn fór fram útboð í flokki RIKV 11 0715. Þetta er sex mánaða víxill en fram að þessu hafa víxlarnir verið til fjögurra mánaða. Tilboðum var tekið fyrir rúma 10,5 milljarða króna að nafnverði og voru flatir vextir 2,99%.

Næsta útboð ríkisbréfa verður föstudaginn 21. janúar.

Innlend hlutabréf

Góður gangur var á innlendum hlutabréfum í vikunni og hækkaði OMXI6ISK vísitalan um 2,17%. Icelandair hækkaði um 21,45% og Marel um 2,78%. Össur lækkaði hins vegar um 0,25%.

Mikil eftirspurn var eftir bréfum Icelandair og hækkaði gengi félagsins mikið þrátt fyrir að bréf úr útboðinu kæmu inn á markaðinn. Lokagengi bréfanna í vikunni var 3,85 sem er 54% hærra verð en var í útboðinu sem verður að teljast frábær ávöxtun á ekki lengri tíma.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 140,00 -1,41% -1,41% -11,39% -2,78% -1,41% 7,69%
FO-AIR 116,00 0,00% -1,69% 1,75% -0,85% 0,00% -17,14%
FO-ATLA 213,00 -0,93% 3,40% 33,13% 57,78% -2,07% 33,13%
ICEAIR 3,85 21,45% 12,57% 4,05% 10,00% 22,22% 10,00%
MARL 111,00 2,78% 11,56% 17,34% 22,92% 11,00% 79,32%
OSSR 200,00 -0,25% -5,21% -8,68% 8,11% -1,48% 20,48%
OMXI6ISK 962,06 1,70% 1,79% -0,06% 6,19% 3,03% 15,18%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Nasdaq OMX Nordic, 17. janúar 2011)

Erlend hlutabréf

Hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum. S&P 500 í Bandaríkjunum hækkaði um 1,72%, CAC í Frakklandi um 3,05% og heimshlutabréfavísitalan MSCI hækkaði um 2,17%. Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði hins vegar um 0,40%.

Hlutabréfavísitalan DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,84% en hagvöxtur í Þýskalandi mældist 3,6% á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum þýsku hagstofunnar. Árið 2009 dróst þýska hagkerfið, sem er stærsta hagkerfi Evrópu, saman um 4,7% og er því um mikinn viðsnúning að ræða.

Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hækkaði sjöundu vikuna í röð. Ástæðan var að hluta til sú að portúgalska ríkið seldi þriggja og níu ára ríkisskuldabréf í vikunni fyrir um 190 milljarða króna.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1309,00 2,17% 4,07% 6,99% 20,10% 2,26% 9,48%
Þýskaland (DAX) 7075,70 1,84% 5,69% 9,00% 17,16% 2,35% 20,44%
Bretland (FTSE) 6002,07 0,30% 2,18% 5,19% 16,30% 1,69% 9,97%
Frakkland (CAC) 3983,28 3,05% 2,98% 4,06% 13,79% 4,68% 0,72%
Bandaríkin (Dow Jones) 11787,38 0,97% 2,57% 6,55% 16,73% 1,81% 11,10%
Bandaríkin (Nasdaq) 2755,30 1,94% 4,25% 11,61% 26,45% 3,86% 20,42%
Bandaríkin (S&P 500) 1293,24 1,72% 3,97% 9,95% 21,44% 2,83% 13,84%
Japan (Nikkei) 10499,04 -0,40% 1,93% 10,55% 11,63% 2,68% -4,36%
Samnorræn (VINX) 108,11 0,34% 3,52% 11,92% 23,13% 1,94% 30,57%
Svíþjóð (OMXS30) 1173,28 1,19% 1,37% 6,80% 12,97% 1,15% 20,43%
Noregur (OBX) 404,01 0,85% 3,67% 11,01% 27,03% 0,64% 16,70%
Finnland (OMXH25)  2684,61 0,73% 4,32% 9,42% 25,50% 1,99% 30,26%
Danmörk (OMXC20) 464,13 -0,31% 2,35% 10,96% 13,98% 1,97% 29,86%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 17. janúar 2011)

Krónan

Gengi krónunnar veiktist og hækkaði gengisvísitalan um 1,03% og endaði í 210,63 stigum. Evra og dönsk króna hækkuðu mest eða um 1,80% hvor mynt og sterlingspund hækkaði um 1,33%. Bandaríkjadalur lækkaði um 1,18% og kanadadalur lækkaði um 0,84%.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti erindi á málstofu í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag. Í máli hans kom m.a. fram að aðstæður til að lyfta höftum hafa batnað á undanförnum mánuðum, ekki síst vegna þess að gjaldeyrisforðinn hefur stóraukist og áhyggjur vegna erlendrar lausafjárstöðu þjóðarbúsins hafa minnkað verulega.

Hins vegar er staða bankakerfisins ekki nægilega traust til að það geti fjármagnað sig utan gjaldeyrishafta. Hann sagði að vonir væru bundnar við að hægt verði að gefa út slíkt heilbrigðisvottorð á næstu mánuðum. Áhugavert verður að fylgjast með framvindunni næstu mánuðina í þessu stóra máli.   


Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 210,63 1,03% 0,94% 2,29% -1,77% 1,24% -10,19%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 17. janúar 2011)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.