Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verð skuldabréfa hélst nánast óbreytt í liðinni viku. Löng verðtryggð bréf lækkuðu um 0,02%, stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,01% og stutt óverðtryggð bréf lækkuðu um 0,003%.

Í vikunni var útboð á nýjum flokki óverðtryggðra ríkisbréfa til 6 ára, RIKB 16 1013. Tilboðum var tekið fyrir tæpar 6 milljarða króna  að nafnverði með 6,01% ávöxtunarkröfu.  Sama dag var útboð í flokknum RIKS 21 0414. Tilboðum var tekið fyrir rúmar 4 milljarða króna  að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 3,52%.

Stærstu kaupendur skuldabréfa eru lífeyrissjóðir. Þeir eiga stærsta hluta útgefinna íbúðabréfa og um 20% af útgefnum ríkisbréfum. Þegar framtíðarstaða þeirra er reiknuð er gert ráð fyrir að þeir nái 3,5% verðtryggðri ávöxtun að meðaltali út í hið óendanlega sem hefur það í för með sér að verðtryggð bréf sem keypt eru á lægri kröfu virka neikvætt í framtíðarreikning þeirra.

Krafan þarf reyndar að vera a.m.k. 20 punktum hærri því rekstrarkostnaður flestra sjóða er um og yfir 20 punktar. Vegna þessa getur myndast tappi í kröfu verðtryggðra bréfa við 3,5% markið sem kemur í veg fyrir almenna vaxtalækkun þar sem þetta er grunnurinn sem Íbúðalánasjóður fjármagnar sig á.

Íbúðalánasjóður leggur svo 90-140 punkta álag á íbúðalánin til að dekka rekstrarkostnað, útlánaáhættu og uppgreiðsluáhættu.


Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan lækkaði um 2,93% í síðustu viku.  Mest hækkuðu bréf Marels, um 0,3%.  BankNordik lækkaði hins vegar mest, um rúm 5% .

Veltan í síðustu viku var aðeins rúmlega 42 milljónir króna sem er talsvert undir  meðalveltu markaðarins síðastliðna mánuði.

Eik Banki var tekinn út úr OMXI6ISK vísitölunni og Atlantic Airways bætt inn í staðinn.

Lokasamningar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Icelandair Group hf. voru undirritaðir í vikunni.  Uppgjör félagsins vegna 3.ársfjórðungs sem átti að birta í fyrstu viku nóvember hefur verið frestað til 15.nóvember vegna vinnu við endurskipulagningu félagsins.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að starfsemi hafi gengið framar vonum og hefur því áætlun um rekstrarhagnað ársins verið hækkuð úr 8,5 milljörðum króna í 9,5 milljarða króna.

Í þessari viku munu bæði Marel og Össur birta uppgjör fyrir 3.ársfjórðung.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 150,00 -5,06% 8,07% 4,17% -6,25% 15,83% 8,30%
FO-AIR 110,00 -3,51% -7,56% -5,98% -14,06% -21,99% -25,17%
FO-ATLA 160,00 0,00% -0,31% 12,68% -3,03% 0,00% -20,00%
FO-EIK 20,00 0,00% -70,15% -74,68% -77,53% -75,00% -80,20%
ICEAIR 3,50 0,00% 0,00% 0,00% 12,90% -4,11% 59,09%
MARL 98,80 0,30% 8,57% 5,78% 18,61% 58,33% 45,72%
OSSR 213,00 -0,93% -2,29% 12,11% 10,94% 37,86% 70,40%
OMXI6ISK 937,05 -2,93% -2,78% 1,02% -2,87% 14,98% 16,72%

(Nasdaq OMX Nordic, 25. október 2010)

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í síðustu viku en lækkun í Asíu. 

S&P 500 hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hækkaði um 0,61%, FTSE í Bretlandi um 0,70% og Dax í Þýskalandi um 1,75%.  Nikkei í Japan lækkaði um 0,77% og Hang Seng í Kína um 1,01%.

Hlutabréfaverð lækkaði í Japan og víðar í Asíu þegar Seðlabanki Kína tilkynnti að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25%.  Stýrivextir standa nú í 5,56% og er þetta fyrsta stýrivaxtahækkunin í Kína í nær þrjú ár.  Tilgangurinn með hækkuninni er m.a. að draga úr verðbólgu sem mælist nú 3,6%.

Hlutabréfaverð í Evrópu hækkaði hins vegar þriðju vikuna í röð.  Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni höfðu 46 fyrirtæki í Stoxx 600 hlutabréfavísitölunni birt uppgjör sitt 7. október.  Af þeim höfðu 32 sýnt meiri hagnað á hlut en spár gerðu ráð fyrir.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1224,92 -0,02% 3,38% 9,44% -0,20% 4,66% 6,03%
Þýskaland (DAX) 6605,84 1,75% 5,69% 7,95% 6,34% 11,74% 15,97%
Bretland (FTSE) 5741,37 0,70% 3,37% 8,93% 1,11% 6,91% 10,38%
Frakkland (CAC) 3868,54 1,08% 2,91% 7,91% -1,49% -1,12% 2,21%
Bandaríkin (Dow Jones) 11132,56 0,69% 2,51% 6,79% -0,64% 6,76% 11,64%
Bandaríkin (Nasdaq) 2479,39 0,44% 4,12% 9,25% -2,01% 9,27% 15,08%
Bandaríkin (S&P 500) 1183,08 0,61% 3,00% 7,29% -2,81% 6,10% 9,59%
Japan (Nikkei) 9426,71 -0,77% -0,74% -0,32% -13,87% -10,86% -8,58%
Samnorræn (VINX) 98,09205 1,37% 2,71% 8,82% 5,35% 23,52% 27,71%
Svíþjóð (OMXS30) 1109,956 1,41% 1,63% 5,26% 4,37% 16,99% 19,43%
Noregur (OBX) 364,6 0,45% 5,75% 11,09% 3,40% 8,50% 18,71%
Finnland (OMXH25)  2503,469 2,19% 6,43% 13,84% 12,64% 24,74% 31,50%
Danmörk (OMXC20) 424,723 1,01% 1,80% 3,85% 4,76% 26,77% 25,92%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 25. október 2010)

Krónan

Krónan veiktist í síðustu viku og hækkaði gengisvísitalan um 0,33% og endaði í 207,37. Undanfarnar vikur hefur krónan heldur verið að veikjast, en 6. september var hennar sterkasta gildi á árinu, 204,74. Veikingin er að vísu mjög óveruleg og er nær að tala um stefnulausa gengisþróun eða flata gengisþróun.

Líklegt er að seðlabankinn sé nokkuð sáttur við núverandi stöðu krónunnar, að hún sveiflist á þröngu bili á gildum sem tryggja góðan afgang af viðskiptum með vörur og þjónustu við útlönd. Áhugavert er að velta fyrir sér hver viðbrögð seðlabankans yrðu ef aðstæður þróuðust á þann veg að krónan ætti að styrkjast.

Þær aðstæður gætu t.d. verið verulegt innflæði vegna  stórframkvæmda, farsæl lausn í ICESAVE deilunni eða árangursrík lántaka ríkissjóðs erlendis. Myndi SÍ láta krónuna styrkjast eða færi hann í frekari kaup á gjaldeyri og koma þar með í veg fyrir styrkinguna? Kaupin má auðveldlega rökstyðja á þann hátt að SÍ væri að styrkja þann hluta gjaldeyrisforðans sem ekki er tekinn að láni.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 207,3695 0,33% -0,15% -3,02% -9,15% -10,93% -12,65%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 25. október 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.