Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Verð skuldabréfa hækkuðu mikið í vikunni. Krafa verðtryggðra skuldabréf lækkaði töluvert og hækkuðu allir flokkar íbúðabréfa, frá 0,49% á stysta flokknum til 2,88% á lengsta flokknum.

Óverðtryggð bréf hækkuðu einnig töluvert, og hækkuðu lengstu bréfin um 1,38% en hin styttri minna.

Hækkun vísitölu neysluverðs var heldur meiri en markaðsaðilar væntu og ýtti það undir hækkanir verðtryggðra bréfa. Þrátt fyrir það er drifkraftur hækkana á ríkistryggðum skuldabréfum sú óvissa sem er í hagkerfinu og fábrotnir fjárfestingakostir.

Spákaupmennska vegur líklega töluvert og hefur markaðurinn með ríkistryggð bréf ýmis einkenni þess að bóla sé að þenjast út.  Sé svo er hins vegar ómögulegt að áætla hversu langur tími líður þar til bólan springur með tilheyrandi hækkun á ávöxtunarkröfu.

Hinsvegar gæti krafan haldist lág til lengri tíma verði vextir lágir í Evrópu til lengri tíma.

 

Innlend hlutabréf

OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 2,28% á milli vikna.  Mest hækkaði Atlantic Petroleum, um 5,63%.  Ekkert félag lækkaði í vikunni en eitt stóð í stað.

Velta síðustu viku nam 489mkr og 95% af henni var með bréf í Össurri og Marel.  Velta  Össurar nam 329 milljónum, þar af voru ein viðskipti fyrir 273 milljónir á genginu 210.

Icelandair Group hélt kynningarfund í vikunni vegna nýliðinnar fjárhagslegrar endurskipulagningar og 6 mánaða uppgjörs. Kom fram á fundinum að félagið ætli sér að sækja 2,5 ma.kr með útgáfu nýs hlutafjár á 3. ársfjórðungi þessa árs. 


Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 141,00 0,71% -2,08% -7,24% -6,00% 8,88% -2,42%
FO-ATLA 150,00 5,63% 5,63% -7,12% -1,96% -6,25% -45,87%
FO-EIK 76,50 1,32% -8,93% -7,27% -3,89% -4,37% -11,05%
ICEAIR 3,50 0,00% 2,94% 12,90% 20,69% -4,11% -10,26%
MARL 93,80 1,96% 3,08% 24,57% 34,00% 50,32% 59,52%
OSSR 205,50 2,75% 4,58% 12,91% 21,96% 33,01% 65,73%
OMXI6ISK 950,18 2,28% 1,28% 7,21% 8,08% 16,59% 14,40%

(Nasdaq OMX Nordic, 30. ágúst 2010)

 

Erlend hlutabréf

Þrátt fyrir góða hækkun helstu hlutabréfamarkaða síðastliðinn föstudag lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í liðinni viku.  Þannig lækkaði S&P 500 í Bandaríkjunum um 0,62%,  DAX í Þýskalandi um 0,90% og Nikkei í Japan um 1,99%.

Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum þriðju vikuna í röð, meðal annars vegna erfiðleika á fasteignamarkaði. Sala íbúðarhúsnæðis féll í júlí um 12% frá fyrri mánuði þrátt fyrir að fasteignaverð hafi lækkað. 

Hlutabréfaverð tók svo aftur við sér á föstudaginn eftir að Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði að allt kapp yrði lagt á að viðhalda hagvexti þrátt fyrir minnkandi einkaneyslu og hækkandi atvinnuleysistölur.  Í lok dags hafði S&P 500 vísitalan hækkað um 1,7%.

FSTE hlutabréfavísitalan í Bretlandi hækkaði lítillega í vikunni en hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi reyndist umfram væntingar.  Hagvöxtur á ársfjórðungnum mældist 1,2% en spáð hafði verið 1,1% vexti. 


Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1077,34 -0,37% -3,16% 0,83% -3,89% -6,78% -0,44%
Þýskaland (DAX) 5951,17 -0,90% -3,04% 0,25% 6,47% 0,06% 8,04%
Bretland (FTSE) 5155,84 0,13% -1,07% 0,25% -2,86% -3,90% 5,96%
Frakkland (CAC) 3507,44 -0,52% -3,65% -0,14% -5,36% -10,83% -4,96%
Bandaríkin (Dow Jones) 10150,65 -0,58% -3,01% 0,14% -1,69% -2,66% 6,35%
Bandaríkin (Nasdaq) 1791,64 -1,84% -3,88% -3,28% -1,49% -3,69% 9,03%
Bandaríkin (S&P 500) 1064,59 -0,62% -3,36% -2,28% -3,61% -4,53% 3,47%
Japan (Nikkei) 8991,06 -1,99% -4,07% -6,29% -9,65% -13,25% -13,15%
Samnorræn (VINX) 87,99 -0,76% -2,52% 3,41% 5,84% 10,34% 16,32%
Svíþjóð (OMXS30) 1018,89 -0,17% -3,21% 3,53% 7,00% 6,51% 10,19%
Noregur (OBX) 320,41 -1,04% -1,35% 1,45% 1,81% -4,72% 16,12%
Finnland (OMXH25)  2196,11 -1,18% -1,35% 4,72% 6,27% 8,32% 14,23%
Danmörk (OMXC20) 393,45 -1,22% -3,47% 2,48% 11,79% 17,79% 16,83%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 30. ágúst 2010)

 

Krónan

Krónan veiktist lítillega í síðustu viku og hækkaði gengisvísitalan um 0,17% og endaði í 208,01 stigi.  Frá áramótum hefur krónan hins vegar styrkst um 11,92% sem hefur meðal annars skilað sér í lægri verðbólgu og auknum kaupmætti almennings.

Evran kostar nú í 153,25 krónur og Bandaríkjadalur 120,49.  Frá áramótum hefur krónan styrkst um 17,38% gagnvart evru og 3,66% gagnvart dollar.  Veiking evrunnar skýrist af vandræðagangi nokkurra evruríkja og væntinga um minni hagvöxt svæðisins í heild. 

Staða ríkjanna er þó mjög misjöfn og má benda á að þýska hagkerfið, sem er mjög útflutningsdrifið, hagnast á veikari evru. Raunveruleg hætta er á að Evrópa sé að sigli inn í aðra kreppu eða stöðnunarástand sem má líkja við það sem hefur verið í Japan undanfarna tvo áratugi. Það einkennist af litlum hagvexti, verðhjöðnun, mikilli skuldsetningu og lágum vöxtum. 


Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 208,01 0,17% -1,23% -2,05% -8,80% -10,65% -9,64%
(Gengisvísitala krónunnar, Bloomberg, 30. ágúst 2010)


Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.