Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf lækkuðu um 0,5% í vikunni og stutt verðtryggð bréf lækkuðu um 0,18%. Löng óverðtryggð bréf hækkuðu um 1,13%.

Óverðtryggð bréf halda því áfram að hækka og ljóst að styrking krónunnar undanfarið er farin að hafa aukin áhrif á verðbólguvæntingar fjárfesta.

Í vikunni var útboð á verðtryggðum ríkisbréfum. Frekar lítill áhugi var á útboðinu og var aðeins boðið í tæpa 6 milljarða að nafnverði og tilboðum tekið fyrir 3,5 milljarða. Þetta var í takt við stemmninguna á markaðinum en fjárfestar hafa sýnt verðtryggðu bréfunum lítinn áhuga undanfarið.

Innlend hlutabréf

Hlutabréfavísitalan OMXI6ISK lækkaði um tæp 6% í vikunni og má segja að lækkanir hlutabréfa í Evrópu setji mark sitt á innlendan hlutabréfamarkað. Mest lækkuðu bréf Marels um tæp 11% sem skýrist af áhyggjum fjárfesta af dýpri kreppu Evrópuríkja sem eru á helsta markaðssvæði Marels.

BankNordik og Össur lækkuðu um rúm 3% en engin viðskipti voru með Atlantic Airways, Atlantic Petroleum og Icelandair.

Heildarvelta félaganna þriggja var 576 milljónir. Velta Marels var 341 milljón, Össurar 190 milljónir og BankNordik 46 milljónir.

Aðalfundur Icelandair var 21. maí þar sem kosin var ný stjórn í ljósi þess að félagið er að meirihluta í eigu Íslandsbanka, 46,93% og Landsbanka, 23,84%.  Stjórn félagsins fékk heimild til að hækka hlutafé félagsins um 4 milljarða að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á árinu. Heimilt er að greiða fyrir nýja hluti með skuldajöfnun.

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 157 -3,18% -5,00% 3,40% 13,43% 17,37% 27,73%
FO-AIR 127 0,00% -1,55% -9,93% -9,29% -9,93% -23,95%
FO-ATLA 161,5 0,00% -2,12% 5,56% -2,71% 94,00% -2,47%
ICEAIR 3,1 0,00% 0,00% 6,90% -20,51% -15,07% -26,19%
MARL 75 -10,93% -9,96% 19,05% 19,05% 20,19% 22,15%
OSSR 176 -3,56% -8,33% 6,99% 35,38% 13,92% 70,05%
OMXI6ISK 875,08 -5,71% -9,29% 3,76% 12,44% 7,37% 23,61%

(Nasdaq OMX Nordic, 25. maí 2010)

Erlend hlutabréf

Allar helstu hlutabréfavísitölur heims lækkuðu í vikunni.  Heimsvísitalan MSCI lækkaði um 4,5%, Nasdaq í Bandaríkjunum lækkaði um 5% og Nikkei í Japan lækkaði um 5%.   Þá lækkaði OMXC25 hlutabréfavísitalan í Danmörku um tæp 7% en sú vísitala hefur staðið sig einna best frá áramótum og hefur hækkað um 9,5%.

Spænskum banka, CajaSur, var um helgina bjargað af Seðlabanka Spánar eftir misheppnaðar samrunatilraunir við bankann Unicaja.  Þrátt fyrir að bankinn sé lítill á spænskan mælikvarða hefur fréttin vakið athygli en spænska hlutabréfavísitalan IBEX35 hefur lækkað um 22% frá áramótum.

Það sem af er nýrri viku hafa hlutabréfamarkaðir haldið áfram að lækka og sem fyrr eru það skuldavandræði margra Evrópulanda sem valda fjárfestum áhyggjum auk vaxandi stríðsótta milli Suður- og Norður- Kóreu.

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1074 -4,56% -13,17% -5,34% -9,11% -8,94% 12,87%
Þýskaland (DAX) 5806 -4,31% -9,35% 2,57% -2,21% -4,75% 15,37%
Bretland (FTSE) 5070 -3,56% -13,31% -6,00% -7,51% -8,33% 13,66%
Frakkland (CAC) 3431 -2,42% -15,41% -8,19% -12,25% -15,09% 3,29%
Bandaríkin (Dow Jones) 10067 -5,22% -10,15% -2,47% -3,80% -3,47% 21,62%
Bandaríkin (Nasdaq) 1815 -5,20% -11,68% 0,13% 1,20% -2,42% 33,17%
Bandaríkin (S&P 500) 1074 -5,53% -11,80% -2,66% -3,33% -3,72% 21,04%
Japan (Nikkei) 9758 -4,66% -13,33% -6,36% 0,19% -10,30% 1,21%
Samnorræn (VINX) 83 -5,46% -14,16% -2,25% 2,05% 0,64% 21,84%
Svíþjóð (OMXS30) 954 -3,73% -12,29% -0,51% -3,68% -1,69% 21,48%
Noregur (OBX) 314 -4,77% -15,10% -5,42% -7,20% -10,91% 17,87%
Finnland (OMXH25)  2036 -4,33% -11,93% -3,28% 0,54% -2,46% 18,79%
Danmörk (OMXC20) 376 -6,92% -9,53% 2,95% 11,16% 9,48% 19,58%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 25. maí 2010)

Krónan

Íslenska krónan styrktist verulega í síðustu viku.  Samtals styrktist krónan um 2,9% og endaði gengisvísitalan í 215,14 stigum.  Hefur krónan ekki verið svo sterk síðan í apríl 2009. Tæknigreining bendir til þess að krónan sé í styrkingarfasa og horfur séu á áframhaldandi styrkingu.

Íslenska krónan styrktist mest gagnvart Ástralíudollar um 9,1% en styrktist einnig gagnvart norsku krónunni og helstu nýmarkaðsmyntum.  Eini gjaldmiðillinn sem hækkaði gagnvart íslensku krónunni var japanska jenið en það styrktist um 0,4%.  Það voru því  gjaldmiðlar sem taldir eru áhættumeiri og gjaldmiðlar landa sem flytja út hrávörur sem lækkuðu mikið í vikunni.

Frá áramótum hefur einungis Bandaríkjadalur og japanska jenið hækkað gagnvart íslensku krónunni en aðrir helstu gjaldmiðlarnir hafa lækkað.  Bandaríkjadalur hefur hækkað um 2,8% og japanska jenið um 5,5%.   Mesta lækkun hefur verið á gengi evrunnar en hún hefur lækkað um 10,8% frá áramótum.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 215,1 -2,89% -4,35% -5,53% -7,86% -7,59% -5,21%

(Bloomberg, 25. maí 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.