Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 0,66% í vikunni og stutt verðtryggð bréf hækkuðu um 0,12%. Löng óverðtryggð bréf hækkuðu um 0,45%.

Helstu tíðindi vikunnar voru að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,41% á milli mánaða sem er mun meira en markaðsaðilar reiknuðu með. Það voru fasteignaliðurinn og flugfargjöld sem höfðu mest áhrif til hækkunar. Þessi óvænta hækkun vísitölunnar hafði þau áhrif að fjárfestar leituðu í löng verðtryggð bréf.

Um helgina keyptu lífeyrissjóðirnir íbúðabréf sem voru í umsjá SÍ eftir samninga hans við Seðlabanka Lúxemborgar. Bréfin fengust með miklum afföllum sem kemur sér vel fyrir lífeyrissjóðakerfið en það hefur lent í miklum afföllum í kjölfar bankahrunsins. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á skuldabréfamarkaðinn.

Innlend hlutabréf

Talsvert minni velta var með bréf á OMXI6ISK heldur en í vikunni áður, veltan nam rúmlega 129 mkr. en var 576 mkr. í vikunni á undan.  Vegna hvítasunnuhelgarinnar voru aðeins 4 viðskiptadagar.

Vísitalan hækkaði um 1,28% og kom aðeins til baka eftir skarpa lækkun í vikunni á undan.  Mest hækkuð bréf Össurar, um 3,41%.

Það voru eingöngu viðskipti með bréf Marels og Össurar í síðustu viku og hækkaði gengi beggja félaga.

Félag í eigu Össurar Kristinssonar stofnanda Össurar seldi 12 milljónir hluta í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á föstudag.  Félagið átti 5,1% hlut í Össuri fyrir sölu en á nú 2,45%.

Á First North markaðinum lækkaði gengi bréfa Century Aluminum um 7,69% í vikunni og endaði gengi félagsins í 1.405 og hefur þá lækkað um 26,75% frá áramótum. Ástæðan er sú að verð á áli hefur farið lækkandi að undanförnu.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 152 0,00% -6,75% 1,33% 14,29% 17,37% 27,73%
FO-AIR 127 0,00% 0,00% -9,93% -13,61% -9,93% -23,95%
FO-ATLA 161,5 0,00% 0,00% 5,56% -2,71% 0,94% -55,49%
ICEAIR 3,1 0,00% 0,00% 6,90% -19,48% -15,07% -31,11%
MARL 75,3 0,40% -18,86% 7,57% 23,44% 20,67% 16,74%
OSSR 182 3,41% -6,43% 8,01% 38,93% 17,80% 70,89%
OMXI6ISK 886,29 1,28% -11,09% 0,81% 14,06% 8,75% 20,12%

(Nasdaq OMX Nordic, 31. maí 2010)

Erlend hlutabréf

Almenn hækkun var á helstu hlutabréfamörkuðum í síðustu viku.  FTSE hlutabréfavísitalan í London hækkaði um 2,51%, Dax í Þýskalandi um 2% og Nasdaq í Bandaríkjunum um 1,67%.

Dow Jones lækkaði hins vegar um 0,5% en einkaneysla í Bandaríkjunum stóð óvænt í stað í apríl eftir að hafa vaxið sjö mánuði í röð.  Hagfræðingar höfðu spáð 0,3% aukningu en einkaneysla vegur um 70% af landsframleiðslu í Bandaríkjunum.

Evrópsk hlutabréf hækkuðu í síðustu viku meðal annars vegna þess að kínversk stjórnvöld sögðu að Evrópa væri mikilvægur markaður fyrir Kína og að Kínverjar hefðu ekki í hyggju að draga úr fjárfestingum í Evrópu.

Í Evrópu hefur athyglin í vaxandi mæli færst frá Grikklandi til Spánar en á föstudaginn, eftir lokun allra helstu hlutabréfamarkaða nema í Bandaríkjunum, lækkaði Fitch lánshæfismat spænska ríkisins úr AAA í AA+. 

Fróðlegt verður að fylgjast með hvaða áhrif þetta muni hafa á hlutabréfamarkaði í næstu viku sérstaklega þar sem Dow Jones lækkaði um 1,2% á föstudaginn.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1085 0,72% -9,87% -4,68% -5,98% -7,55% 11,37%
Þýskaland (DAX) 5946 2,01% -2,64% 6,70% 6,18% 0,27% 20,90%
Bretland (FTSE) 5195 2,51% -6,57% -3,10% -0,04% -4,15% 17,44%
Frakkland (CAC) 3515 2,96% -7,79% -5,10% -4,36% -10,59% 7,38%
Bandaríkin (Dow Jones) 10137 -0,48% -7,92% -1,83% -2,01% -2,79% 19,25%
Bandaríkin (Nasdaq) 1852 1,67% -7,41% 1,85% 4,81% -0,43% 29,04%
Bandaríkin (S&P 500) 1089 0,22% -8,20% -1,37% -0,57% -2,30% 18,52%
Japan (Nikkei) 9763 -0,22% -11,65% -3,53% 4,53% -7,37% 2,59%
Samnorræn (VINX) 85 3,67% -7,33% 2,82% 12,66% 7,19% 31,41%
Svíþjóð (OMXS30) 979 2,66% -6,97% 3,48% 4,72% 3,01% 26,26%
Noregur (OBX) 319 1,51% -8,76% 0,03% 0,03% -6,39% 19,55%
Finnland (OMXH25)  2103 3,20% -6,28% 1,73% 10,74% 3,69% 27,63%
Danmörk (OMXC20) 387 2,95% -6,00% 9,04% 18,22% 14,89% 33,01%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 31. maí 2010)

Krónan

Íslenska krónan gaf aðeins eftir í vikunni eftir verulega styrkingu vikuna á undan. Gengisvísitalan endaði í 216,03 stigum. Evran veikist enn og lækkaði í verði um 0,32% á móti krónu. Styrking annarra gjaldmiðla skýrir því veikingu krónunnar.

Af helstu gjaldmiðlum  styrktust allir nema jenið. Frá áramótum hefur gengisvísitala krónunnar lækkað um 7,21% og krónan styrkst sem því nemur. Evran hefur lækkað um 11% í verði á móti krónu. Dollar og jen hafa aftur á móti hækkað nokkuð í verði. 

Um þessa þróun ræður mest vandræði ríkja í Evrópu. Þó hefur heldur dregið úr óvissu í Evrópu og í framhaldinu ættu dollar og jen að gefa eftir gagnvart evru. 

 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 216,0 0,41% -3,86% -5,46% -7,79% -7,21% -2,43%

(Bloomberg, 31. maí 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.