Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann. Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Löng verðtryggð skuldabréf hækkuðu um 1,4% í vikunni og stutt verðtryggð bréf hækkuðu um 0,88%. Löng óverðtryggð bréf hækkuðu um 1,07%.

Það var því mikil hækkun á öllum ríkistryggðum bréfum. Eftirspurnin er mikil og stöðug og mjög líklegt að nú sé að flæða út af bankareikningum og inn í ríkistryggðar lausnir. Trúlegt er að þetta flæði haldi áfram.

Á föstudaginn var útboð í tveimur óverðtryggðum flokkum. Annars vegar bréf með gjalddaga 2011 og hins vegar bréf með gjalddaga 2025. Það var mikil eftirspurn en frekar litlu tekið eða um 20% af því sem beðið var um í styttri flokknum og um 30% í lengri flokknum.


Innlend hlutabréf

OMXI6ISK hækkaði um 2% í síðustu viku. Mesta hækkun var á bréfum Marels, 6% og Össurar 3%. Jafnframt var mesta veltan með bréf þessara tveggja félaga, um 200 milljónir með hvort félag af 483 milljóna króna heildarveltu félaganna sex í vísitölunni.

Einhver bið verður væntanlega á fjölgun félaga í íslensku kauphöllinni en í síðustu viku var tilkynnt um að skráning Haga frestist fram á haustið en upphaflega var skráning fyrirhuguð núna í júní. 

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
BNORDIK 152 0,00% -5,00% -0,65% 15,15% 17,37% 24,08%
FO-AIR 128 0,79% 0,79% -3,76% -12,93% -9,22% -23,35%
FO-ATLA 160 -0,93% -0,93% 4,58% -3,61% 0,00% -55,90%
ICEAIR 3,1 0,00% 0,00% -6,06% -18,42% -15,07% -31,11%
MARL 79,8 5,98% -12,21% 14,00% 27,68% 27,88% 46,42%
OSSR 188 3,30% -0,53% 12,24% 37,73% 21,68% 75,70%
OMXI6ISK 904,53 2,06% -6,30% 3,19% 14,39% 10,99% 25,00%

(Nasdaq OMX Nordic, 7. júní 2010)

Erlend hlutabréf

Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna lækkuðu mikið á föstudaginn eða yfir 3%.  Ástæðurnar eru meðal annars færri ný störf en áætlanir gerðu ráð fyrir og áhyggjur af skuldastöðu margra Evrópu ríkja.  Dow Jones vísitalan endaði undir 10.000 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í byrjun febrúar á þessu ári.

Í síðustu viku lækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu svo sem í London um 0,9%, í Þýskalandi um 0,12% og í Frakklandi um 1,6%.  Hagtölur sem birtar voru á föstudaginn um vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum auk ummæla talsmanns ungverska forsætisráðuneytisins um slæma skuldastöðu Ungverjalands réðu þar mestu.

Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 1,4% í síðustu viku.  Þar var helst í fréttum óvænt afsögn Yukio Hatoyama forsætisráðherra Japans.  Síðustu tvo áratugina hefur ríkt stöðnun í efnahagslífi Japana auk þess sem skuldir ríkisins eru mjög miklar.  Það er því ljóst að erfið verkefni bíða Naoto Kan, nýja forsætisráðherra Japans.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1091 -1,79% -3,57% -9,41% -9,02% -9,26% 7,94%
Þýskaland (DAX) 5939 -0,12% 3,06% 0,21% 1,82% -1,13% 16,01%
Bretland (FTSE) 5126 -0,89% -1,10% -9,52% -4,59% -6,39% 14,16%
Frakkland (CAC) 3456 -1,62% 0,59% -12,73% -11,13% -13,31% 2,20%
Bandaríkin (Dow Jones) 9932 -2,00% -4,32% -6,00% -4,41% -4,76% 13,34%
Bandaríkin (Nasdaq) 1832 -1,06% -0,94% -2,99% 2,71% -1,52% 22,69%
Bandaríkin (S&P 500) 1065 -2,22% -4,14% -6,48% -3,48% -4,50% 13,27%
Japan (Nikkei) 9901 1,42% -8,14% -8,18% -6,36% -9,72% -2,53%
Samnorræn (VINX) 86 1,35% 3,14% -2,94% 8,18% 6,37% 30,85%
Svíþjóð (OMXS30) 988 0,95% 3,45% -2,10% 1,14% 2,67% 26,82%
Noregur (OBX) 317 -0,46% -1,50% -6,75% -5,44% -7,74% 14,77%
Finnland (OMXH25)  2109 0,33% 4,33% -3,85% 6,71% 2,71% 26,64%
Danmörk (OMXC20) 397 2,64% 5,56% 5,57% 16,40% 16,36% 33,19%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 7. júní 2010)

Krónan

Krónan styrktist í liðinni viku og lækkaði gengisvísitalan um 1,28% og endaði í 213,26 stigum samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands.

Vandræðin halda áfram í Evrópu og evran gefur enn eftir. Sífellt fleiri ríki upplýsa um erfiða stöðu ríkisfjármála. Þýskaland hyggur á niðurskurð ríkisútgjalda og þannig draga úr halla ríkissjóðs. Það mun draga úr neyslu og fjárfestingu og hafa áhrif á hagvöxt til minnkunar. Gengi evru á móti dollar er komið undir 1,2 og líklegt að veikingin haldi áfram.

Hér heima heldur krónan áfram að styrkjast og er það drifið áfram af vandræðum evrunnar og fremur jákvæðum fréttum innanlands. Höftin verja krónuna fyrir ágjöf. Af jákvæðum fréttum má nefna rausnarlegan afgang af vöruviðskiptum fyrstu fjóra mánuði ársins, en afgangur er að aukast verulega miðað við sama tímabil 2009.

Þáttatekjuhallinn er hinsvegar mjög mikill, 52,5 milljarðar króna, en hann mun fara minnkandi samhliða uppgjöri á þrotabúum gömlu bankanna. Að þeim áhrifum slepptum þá er talið að halli af viðskiptum við útlönd hafi verið um 5 milljarðar króna á umræddu tímabili.

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 213,3 -1,28% -3,21% -6,72% -9,46% -8,40% -6,70%
(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 7. júní 2010)

Fyrirvari 

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.