Vikulegar markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa

Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.Vikulega birta Íslensk verðbréf samantekt um þróun helstu eignaflokka undanfarna viku. Smelltu hér ef þú vilt skrá þig á listann.
Innlend skuldabréf

Í liðinni viku hækkuðu verðtryggð skuldabréf  um 0,65% og óverðtryggð skuldabréf um 0,56%.  Vaxtaferlar bæði verðtryggðra og óverðtryggðra bréfa eru tiltölulega flatir. Slíkt vekur nokkra athygli sé horft til sögunnar en sveiflur í verðbólgu og annarra hagstærða hafa löngum verið miklar hér á landi.

Það sem helst vekur athygli er að enn leitar krafa langra óverðtryggðra bréfa niður á við en lengstu bréfin sem eru á gjalddaga árið 2025 hækkuðu um 1,1% í verði og er ávöxtunarkrafan í vikulok um 7,08%.

Þessi þróun styður við það sem nefnt var í vikunni á undan að spákaupmenn stuðla að hækkun langra bréfa í von um hagnað.                                                                                  

Innlend hlutabréf

Önnur stutt vika að baki í Kauphöllinni, OMXI6ISK vísitalan hækkaði um 1,93% og var heildarveltan 248 milljónir. Mest velta var með Marel fyrir 173 milljónir og hækkaði félagið einnig mest allra félaga í vísitölunni, um 4,71%, Össur hækkaði um 1,87% í  51 mkr. veltu.

Fátt markvert gerðist í vikunni, helst má nefna að 27 viðskipti voru með Atlantic Petroleum á föstudaginn sem er óvenju mikið og meira en samanlagður viðskiptafjöldi og magn undanfarna sex mánuði.

 

Félög/vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Bakkavör 1,35 -10,00% 0,00% -25,00% -20,59% -32,50% 11,57%
FO-AIR 132 0,00% -0,75% -6,38% -10,20% -6,38% -22,81%
FO-ATLA 162,5 1,88% 6,21% 1,56% -18,75% 1,56% -1,87%
FO-BANK 159 -0,62% 0,63% 23,26% 13,17% 22,78% 25,69%
Marel 82,2 4,71% 16,27% 32,58% 25,30% 31,73% 92,96%
Össur 191 1,87% 4,95% 20,89% 55,92% 23,62% 113,41%
OMXI6ISK 963,44 1,93% 5,81% 17,39% 18,95% 18,22% 50,07%

  (Nasdaq OMX Nordic, 12. apríl 2010)

Erlend hlutabréf

Helstu hlutabréfavísitölur heims hækkuðu í vikunni og þar má nefna að Dow Jones hlutabréfavísitalan komst yfir 11.000 stig en það gerðist síðast 26. september 2008.  Vísitalan  lækkaði þó fyrir lokun á föstudag og endaði í 10.997 stigum.

Grísk stjórnvöld glíma við gríðarlegan skuldavanda.  Í vikunni lækkaði Fitch Ratings lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Grikklands úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar.

Afleiðingar lækkunarinnar voru töluverðar og lækkuðu hlutabréf í Grikklandi mikið og skuldatryggingarálag gríska ríkisins til 5 ára hækkaði í 410 punkta.  Grískir auðmenn og fyrirtæki hafa að undanförnu tekið fé sitt í stórum stíl út úr grískum bönkum og lagt það inn í fjármálafyrirtæki í öðrum löndum.

Seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) hélt stýrivöxtum á evrusvæðinu í 1%.  Með því vonar seðlabankastjórinn að geta ýtt undir neyslu og fjárfestingu.

Erlendir greiningaraðilar gera ráð fyrir að vextir hækki ekki fyrr en á árinu 2011. Á meðan vextir haldast lágir og jákvæð þróun á sér stað í hagkerfum heimsins mun það hvetja fjárfesta til að færa fé sitt inn á hlutabréfamarkaðinn.

 

Vísitölur Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
Heimsvísitala (MSCI) 1211 0,91% 3,03% 2,00% 6,75% 4,69% 41,92%
Þýskaland (DAX) 6250 0,23% 5,31% 5,35% 8,26% 5,09% 39,40%
Bretland (FTSE) 5771 0,50% 2,68% 5,05% 10,87% 6,71% 45,00%
Frakkland (CAC) 4051 0,40% 3,27% 1,39% 5,46% 3,03% 36,36%
Bandaríkin (Dow Jones) 10997 0,71% 3,51% 3,48% 11,24% 5,46% 36,05%
Bandaríkin (Nasdaq) 1994 1,79% 3,64% 7,12% 15,31% 7,21% 48,81%
Bandaríkin (S&P 500) 1194 1,43% 3,86% 5,12% 10,98% 7,11% 39,44%
Japan (Nikkei) 11204 -0,72% 4,66% 3,43% 12,33% 6,69% 25,52%
Samnorræn (VINX) 93 1,46% 4,08% 12,78% 20,79% 15,96% 64,95%
Svíþjóð (OMXS30) 1045 1,13% 2,89% 8,04% 15,01% 10,07% 45,97%
Noregur (OBX) 353 3,01% 5,03% 3,00% 15,33% 4,35% 79,75%
Finnland (OMXH25)  2278 0,30% 2,26% 11,65% 18,67% 12,62% 65,97%
Danmörk (OMXC20) 394 2,86% 6,58% 11,25% 17,93% 17,87% 68,45%

(Verðbreyting í viðkomandi mynt, Bloomberg, 12. apríl 2010)

Krónan

Krónan styrktist í síðustu viku um 0,3% og endaði samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans í 227,5 stigum.   Flestir gjaldmiðlar lækkuðu gagnvart íslensku krónunni nema breskt pund og Kanadadalur sem styrktust nokkuð.

Sé horft til þróunar helstu gjaldmiðla frá áramótum hefur verðgildi dönsku krónunnar lækkað mest, um 4,79% og evra hefur gefið eftir um 4,76%.  Frá áramótum hefur Kanadadalur hækkað mest, eða um 7,37%.   

Seðlabanki Íslands telur að stutt sé í að samningar náist við Seðlabanka Evrópu sem heldur á verulegum upphæðum í íslenskum ríkistryggðum skuldabréfum. Náist samningar mun það létta á þrýstingi á krónunni. 

Önnur endurskoðun Íslands verður tekin fyrir hjá AGS 16. apríl, en Ísland hefur líkast til uppfyllt öll skilyrði endurskoðunarinnar.

Gangi hvorutveggja áðurnefndra atriða eftir mun það skapa krónunni skilyrði til frekari styrkingar. 

Vísitala Lokagildi Vika 1 mán 3 mán 6 mán Frá áram. 12 mán
GVT ISK 227,50 -0,3% -0,2% -2,7% -3,9% -2,0% 4,1%

(Bloomberg, 12. apríl 2010)

Fyrirvari

Markaðsfréttir Íslenskra verðbréfa eru unnar af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa hf. Þær eru stutt samantekt og ber ekki að líta svo á að í þeim sé að finna allar tiltækar upplýsingar um þau viðfangsefni sem til umfjöllunar eru.

Við vinnslu fréttanna er stuðst við innlendar og erlendar upplýsinga- og fréttaveitur sem taldar eru áreiðanlegar, en einnig við opinberar upplýsingar, eigin úrvinnslu og mat starfsmanna á hverjum tíma. Íslensk verðbréf hf. ábyrgjast þó ekki nákvæmni upplýsinganna, áreiðanleika eða réttmæti þeirra.

Markaðsfréttirnar eru einungis birtar í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á þær sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Ábyrgðarmaður Vikulegra markaðsfrétta Íslenskra verðbréfa er Björn Snær Guðbrandsson, forstöðumaður eignastýringar.