Morgunfundur Íslenskra verðbréfa

Íslensk verðbréf stóðu fyrir fundi í morgun á Hilton Reykjavik Nordica undir yfirskriftinni "Endurreisn Íslands".  

Íslensk verðbréf stóðu fyrir fundi í morgun á Hilton Reykjavik Nordica undir yfirskriftinni "Endurreisn Íslands".

 

Framsögumenn voru Jón Daníelsson, dósent við London School of Economics, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi.

 

 

Í erindi Jóns Daníelssonar, dósents við London School of Economics,  kom fram að Ísland stæði á krossgötum og ákvarðanir í dag þurfi að vera teknar til langs tíma, en ekki með skammtímasjónarmið að leiðarljósi.

Að auki lýsti Jón því yfir að best væri að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst og gjarnan með einni aðgerð í stað þess að gera það í nokkrum skrefum líkt og AGS og Seðlabanki Íslands hafa boðað.

 

 

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lagði áherslu á að auðlindir og þekking hafi ekki tapast í hruninu og að miklir möguleikar væru á að auka arðsemi auðlindanna. Hins vegar væri hugarsbreyting nauðsynleg til þess að svo yrði.

 

Í erindi Franek Rozwadowski, sendifulltrúa AGS á Íslandi, kom fram að hagvöxtur á næstu árum yrði ekki drifinn áfram af einkaneyslu eða hinu opinbera, heldur fyrst og fremst af útflutningi og fjárfestingu.

 

Í pallborðsumræðum kom fram sú skoðun framsögumanna að íslenska krónan myndi fylgja okkur næstu árin, óraunhæft væri að ætla að hún yrði farin fyrir árið 2015. Jafnframt voru Hörður og Jón þeirrar skoðunar að gjaldeyrishöftin hefðu verið mistök og þeim yrði að aflétta eins fljótt og kostur væri.

 

Hægt er að nálgast glærur fundarins hér: