Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa á fimmtudag

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa verður haldið á fimmtudag.

Nýverið undirrituðu Íslensk verðbréf og UFA samkomulag þess efnis að Íslensk verðbréf verði aðalstyrktaraðilar Akureyrarhlaups UFA.  Hlaupið mun því heita Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa árið 2011.

UFA hefur haldið Akureyrarhlaup frá því sumarið 1992 og hlaupið í ár er því það 20. í röðinni.   Að þessu sinni fer hlaupið fram á fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20:00 um eina mestu ferðahelgi ársins á Akureyri, þegar hundruð manna leggja leið sína í bæinn til að taka þátt í fótboltamótum Þórs og KA og vonumst við til að úr verði vel heppnuð íþróttahelgi á Akureyri.

Hlaupið hefst við Átak og er hlaupið um eyrina og suður Drottningarbraut og Eyjafjarðarbraut, hlaupaleiðin er því marflöt og vænleg til góðra afreka.  Keppt er í þremur vegalengdum; 5km hlaup, 10 km hlaup og hálfmaraþoni(21 km).

Heimasíða Akureyrarhlaups Íslenskra verðbréfa er akureyrarhlaup.is og skráning fer fram á síðunni hlaup.is.