Ákvörðun um frestun innlausnar

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem útgefnir eru af Glitni banka hf., Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf., Exista hf., Straumi fjárfestingarbanka hf. og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hf. Ákvörðunin er tekin þar sem það sé mat Fjármálaeftirlitsins að jafnræði fjárfesta verði ekki tryggt með öðrum hætti.

Með vísan til ofangreindrar ákvörðunar FME hefur Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV ákveðið að fresta tímabundið viðskiptum með alla sjóði sem eiga fjármálagerninga útgefna af framangreindum aðilum. Ákvörðunin er tekin með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi og snýr að eftirtöldum sjóðum:
  • Peningamarkaðssjóður ÍV
  • Skuldabréfasjóður ÍV
  • Hlutabréfasjóður ÍV

Opnað verður fyrir viðskipti um leið og og unnt er.  Frestun innlausnar ofangreindra sjóða er gerð á grundvelli 2. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.