Auglýst eftir lögfræðingi

Vegna vaxandi umsvifa leita Íslensk verðbréf að lögfræðingi til starfa í sínum röðum. Við leitum að einstaklingi sem er nákvæmur í vinnubrögðum, áhugasamur um fjármálamarkað og tilbúinn að veita óaðfinnanlega þjónustu á því sviði.

Lögfræðingur:

  • Samningsgerð við innlenda og erlenda aðila
  • Samskipti við eftirlitsaðila
  • Skýrslugerð
  • Innleiðing regluverks
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
  • Þekking og reynsla af fjármálamarkaði kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Íslensk verðbréf hf. er sérhæft eignastýringarfyrirtæki í mikilli sókn. Eignir í stýringu nema tæplega 100 milljörðum króna og þjónar félagið bæði fagfjárfestum og einstaklingum. Hjá Íslenskum verðbréfum hf. starfa tuttugu starfsmenn, vinnustaðurinn er fjölskylduvænn og staðsettur á Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Torfi Pálsson, skrifstofustjóri Íslenskra verðbréfa.  Umsóknum skal skilað á netfangið: starf@iv.is í síðasta lagi mánudaginn 21. janúar.

Auglýsinguna á pdf formi má nálgast hér