Eignasöfn - lagfæring

Borið hefur á því að staða í eignasöfnum sé ekki 100% rétt á öllum tímapunktum.

Skýringin liggur í því að við kaup eða sölu verðbréfa vistast fjármunir á bankareikningi í allt að einum sólarhring, en sú eignastaða kemur einhverra hluta vegna ekki fram í yfirliti eignasafns.

Unnið er að lagfæringu og má búast við að eignastaðan verði komin í lag í lok vikunnar.