Framúrskarandi fyrirtæki - efst fjármálafyrirtækja

Íslensk verðbréf lentu í efsta sæti fjármálafyrirtækja í ítarlegri greiningu sem Creditinfo vann meðal 32.000 fyrirtækja á Íslandi.Íslensk verðbréf lentu í efsta sæti fjármálafyrirtækja í ítarlegri greiningu sem Creditinfo vann meðal 32.000 fyrirtækja á Íslandi.

Fyrst og fremst var horft til bestu einkunna í styrk-og stöðugleikamati og lentu Íslensk verðbréf í 27. sæti af öllum þeim fyrirtækjum sem skoðuð voru.

Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%.

Íslensk verðbréf hafa skilað hagnaði óslitið frá árinu 2001 og eignir í stýringu námu 115 milljörðum króna í árslok 2010.  Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og er elsta eignastýringarfyrirtæki landsins.