Guðmundur í Vasagöngunni

Íslensk verðbréf áttu þátttakanda í Vasa göngunni í Svíþjóð sem lauk nýlega.  Guðmundur, sem er forstöðumaður bókhalds og bakvinnslu, tók þátt í sjötta sinn.

Íslensk verðbréf áttu þátttakanda í Vasa göngunni í Svíþjóð sem lauk nýlega.  Guðmundur, sem er forstöðumaður bókhalds og bakvinnslu, tók þátt í sjötta sinn.

 

Vasaloppet í Svíþjóð er lengsta og fjölmennasta almenningsskíðaganga í heimi.  Í mörg ár hefur verið fullbókað í gönguna en það er hætt að taka á móti skráningum þegar þátttökufjöldinn er orðinn um 15.000.  Gangan fer fram á milli bæjanna Sålen og Mora. 

 

Í ár skiluðu sér í mark rúmlega 13.200 manns og var Guðmundur á tímanum 7:23:39 og í sæti nr. 5636. 

 

Jón Þór, sonur Guðmundar, fór einnig með honum þetta árið og gekk á tímanum 5:16:17 og endaði í sæti nr. 861, sem verður að teljast mjög góður árangur. 

 

Þetta var 85. gangan sem hefur verið haldin síðan 1922 (þrisvar fallið niður).  Á heimasíðu göngunnar má finna fullt af upplýsingum um hana.

 

Á þessum slóðum er mikið um að vera í rúma viku og margar keppnir sem fara fram allt frá 1 km. barnakeppni til 90 km. aðalkeppninnar.  Heildarfjöldi allra sem tóku þátt þessa viku voru tæp 48.000.