Heimsókn frá grunnskólanemum

Íslensk verðbréf fengu góða heimsókn í gær.  Um var að ræða hóp nemenda úr efstu bekkjum grunnskóla á Akureyri sem taka þátt í námskeiði er nefnist "Að standa á eigin fótum". 

17 nemendur ásamt kennurum fengu góða kynningu á Íslenskum verðbréfum og hvernig það er að starfa í fjármálageiranum.  Að endingu var kíkt á nokkrar starfsstöðvar, m.a. eignastýringu og miðlun.  Töluvert var um spurningar og ljóst að hluti nemenda a.m.k. hafa fengið aukinn áhuga á starfi innan fjármálageirans.

Við þökkum fyrir góða heimsókn.