Heimssjóður ÍV - upplýsingar

Til upplýsinga fyrir eigendur hlutdeildarskírteina í Heimssjóði ÍV er rétt að taka fram, að sjóðurinn getur í núverandi umhverfi ekki varið eignir sínar í ISK eins og fjárfestingarstefna hans gerir ráð fyrir.

Vegna þessa var ákveðið að innleysa erlendar eignir sjóðsins og varðveita þær í ISK.  Með þessu var komið í veg fyrir óvissu um þróun sjóðsins í tengslum við óvarða stöðu í ISK.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að slíta sjóðnum heldur er beðið eftir því að línur skýrist varðandi gjaldeyrisvarnir almennt. 

Á meðan munu eignir sjóðsins liggja inn á vaxtareikningi og verða lausar til útborgunar til eigenda hlutdeildarskírteina nú á næstunni.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Íslenskra verðbréfa hf. í síma 460 4700.