Íslensk verðbréf - þar sem þínir hagsmunir ráða ferðinni

Íslensk verðbréf hafa tekið upp ný einkennisorð sem endurspegla stöðu félagsins á íslenskum fjármálamarkaði.Íslensk verðbréf hafa tekið upp ný einkennisorð sem endurspegla stöðu félagsins á íslenskum fjármálamarkaði.

 

Nýju einkennisorðin eru "Íslensk verðbréf - þar sem þínir hagsmunir ráða ferðinni".  Þau leysa af hólmi eldri einkennisorð frá árinu 2003 sem voru "Eignastýring er okkar fag"

 

Tilgangurinn með breytingunni er að leggja áherslu á sérstöðu Íslenskra verðbréfa á íslenskum fjármálamarkaði, en félagið er sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem fjárfestir ekki fyrir eigin reikning ólíkt samkeppnisaðilum.  Það þýðir um leið að ekki getur komið til hagsmunaárekstra milli félagsins og viðskiptavina þess.

 

Íslensk verðbréf sinna einungis eignastýringu en ekki útlánastarfsemi, fyrirtækjaráðgjöf eða tryggingastarfsemi.  Með öðrum orðum miðar öll starfsemi félagsins að því að ná hámarksárangri á sviði eignastýringar.

 

Samhliða breytingunni hefur heimasíða félagsins verið uppfærð og auglýsingar, sem munu birtast á næstunni, leggja áherslu á að Íslensk verðbréf séu óháð og sjálfstætt fyrirtæki á sviði eignastýringar.

 

Nánari upplýsingar um Íslensk verðbréf er að finna hér.  Upplýsingar um eignastýringu félagsins, sem bæði hentar einstaklingum og fagfjárfestum, má finna hér.