Lögfræðingur ráðinn til starfa

Íslensk verðbréf hf. auglýsti nýverið eftir lögfræðingi til starfa, í tengslum við aukin umsvif félagsins.  Til starfans hefur verið ráðinn Einar Ingimundarson, en hann starfar nú sem aðstoðamaður dómara við Héraðsdóm NE.

 

Einar er með BA og Mag. Jur próf í lögfræði og einnig BS próf í hagfræði. Hann hefur áður starfað m.a. hjá verðbréfasviði Búnaðarbankans og hjá FME. 

Búist er við að Einar hefji störf í byrjun maí.