Markaðsfréttir 29. desember 2008 - 2. janúar 2009

Vikan 29. desember 2008-2. janúar 2009 Hlutabréf     Það voru lítil viðskipti með hlutabréf í vikunni enda er markaðurinn lamaður ennþá. Fáir eiga viðskipti og fátt sem ýtir fjárfestum til þess á meðan vaxtastigið er jafn hátt og raun ber vitni. Auk þess sem enn er mikil óvissa um þróun mála og hvernig fyrirtæki koma undan kreppunni.  Það er erfitt að meta hversu lengi þetta ástand varir en ljóst að markaðurinn kemur til með að eiga erfitt uppdráttar næstu mánuði. Í vikunni hækkaði gengi hlutabréfa í Alfesca mest eða um 6,33% og bréf Marels komu þar á eftir með 5,85% hækkun. Á hinum endanum var það Eimskip sem lækkaði mest eða um 3,91%. Skuldabréf     Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um 0,42% í vikunni  en verð óverðtryggðu bréfanna hélst nánast óbreytt. Það dró verulega úr eftirspurn eftir ríkistryggðum bréfum á sama tíma og framboðið jókst sem leiddi til jafnvægis á markaðinum. Við teljum að það dragi áfram úr eftirspurn á næstu vikum en á sama tíma teljum við að framboðið aukist. Það bendir því flest til þess að krafan gefi eitthvað eftir á næstu vikum. Krónan     Krónan styrktist um 2,57% í vikunni og endaði gengisvísitalan í 216,1348. Króna er því aftur farin að styrkjast eftir veikingarhrinuna sem kom í tengslum við gjalddaga ríkisbréfa í desember en þá gátu erlendir fjárfestar tekið vextina heim í viðkomandi mynt. Næsti stóri gjalddagi er í mars en þá er lokagjalddagi innstæðubréfa SÍ. Telja má líklegt að krónan styrkist eitthvað næstu vikurnar þar sem útflæði gjaldeyris verður lítið.

Vikan 29. desember 2008-2. janúar 2009

Hlutabréf

 

 

Það voru lítil viðskipti með hlutabréf í vikunni enda er markaðurinn lamaður ennþá. Fáir eiga viðskipti og fátt sem ýtir fjárfestum til þess á meðan vaxtastigið er jafn hátt og raun ber vitni. Auk þess sem enn er mikil óvissa um þróun mála og hvernig fyrirtæki koma undan kreppunni.  Það er erfitt að meta hversu lengi þetta ástand varir en ljóst að markaðurinn kemur til með að eiga erfitt uppdráttar næstu mánuði. Í vikunni hækkaði gengi hlutabréfa í Alfesca mest eða um 6,33% og bréf Marels komu þar á eftir með 5,85% hækkun. Á hinum endanum var það Eimskip sem lækkaði mest eða um 3,91%.

Skuldabréf

 

 

Verðtryggð ríkisskuldabréf lækkuðu um 0,42% í vikunni  en verð óverðtryggðu bréfanna hélst nánast óbreytt. Það dró verulega úr eftirspurn eftir ríkistryggðum bréfum á sama tíma og framboðið jókst sem leiddi til jafnvægis á markaðinum. Við teljum að það dragi áfram úr eftirspurn á næstu vikum en á sama tíma teljum við að framboðið aukist. Það bendir því flest til þess að krafan gefi eitthvað eftir á næstu vikum.

Krónan

 

 

Krónan styrktist um 2,57% í vikunni og endaði gengisvísitalan í 216,1348. Króna er því aftur farin að styrkjast eftir veikingarhrinuna sem kom í tengslum við gjalddaga ríkisbréfa í desember en þá gátu erlendir fjárfestar tekið vextina heim í viðkomandi mynt. Næsti stóri gjalddagi er í mars en þá er lokagjalddagi innstæðubréfa SÍ. Telja má líklegt að krónan styrkist eitthvað næstu vikurnar þar sem útflæði gjaldeyris verður lítið.