Morgunfundur Íslenskra verðbréfa

Í gær héldu Íslensk verðbréf morgunfund á Hilton Reykjavík Nordica.


Í gær héldu Íslensk verðbréf morgunfund á Hilton Reykjavík Nordica.  Til umfjöllunar var 3,5% ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða og framsögumenn voru þrír:

  • Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur, hélt erindi undir heitinu "Áhrif ávöxtunarviðmiðs á lífeyrisgreiðslur"
  • Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands flutti erindi undir heitinu "Samband hagvaxtar og ávöxtunar lífeyrissjóða"
  • Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands flutti erindi undir heitinu "Áhrif ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóða á íslenska fjármálakerfið".

Óhætt er að segja að fundurinn hafi verið fróðlegur og vel sóttur og gestir ánægðir með erindin.  Hér að neðan má finna glærur framsögumanna:

Áhrif ávöxtunarviðmiðs á lífeyrisgreiðslur (pdf)

Samband hagvaxtar og ávöxtunar lífeyrissjóða (pdf)

Áhrif ávöxtunarviðmiðs lífeyrissjóða á íslenska fjármálakerfið (pdf)