Ný lög um verðbréfaviðskipti

Þann 1. nóvember 2007 taka gildi ný lög, nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Löggjöfin er samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive, MiFID). MiFID-tilskipunin nær til allra ríkja á EES-svæðinu og með henni breytast ýmsar mikilvægar reglur sem lúta að því hvernig staðið skuli að verðbréfaviðskiptum. Markmið laganna er að koma á raunverulegum innri markaði með verðbréfaviðskipti, auka neytendavernd fjárfesta og auka gegnsæi.

Íslenskum verðbréfum hf. ber, samkvæmt MiFID, að flokka sína viðskiptavini eftir þekkingu og reynslu og fer neytendavernd eftir því í hvaða flokk viðskiptavinurinn er flokkaður. Þessir flokkar eru; almennur fjárfestir, fagfjárfestir og viðurkenndur gagnaðili.

Til að hægt sé að veita almennum fjárfesti ráðgjöf eftir 1. nóvember þarf viðskiptavinur að veita ÍV upplýsingar um fjárhagslegan styrk og reynslu eða þekkingu sína af fjármálamarkaði.

Hér á síðunni er að finna upplýsingar um MiFID, almenna skilmála ÍV um verðbréfaviðskipti og stefnu ÍV um framkvæmd viðskiptafyrirmæla.

Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa okkar í síma 460-4700 til að fá ítarlegri upplýsingar.