Ný stjórn Íslenskra verðbréfa

Á hluthafafundi Íslenskra verðbréfa hf. sem haldinn var þann 3. febrúar sl. var Magnús Ingi Einarsson kjörinn nýr í stjórn félagsins í stað Halldórs Halldórssonar. Magnús er fæddur árið 1981. Hann er M.Sc. í vélaverkfræði frá Virginia Tech 2006 og B.Sc. í vélaverkfræði frá H.Í. 2004. Magnús er forstöðumaður fjárstýringar hjá Straumi fjárfestingabanka hf. og situr í áhættunefnd bankans.

Stjórn félagsins, er auk Magnúsar, skipuð þeim Heiðrúnu Jónsdóttur, sem jafnframt er stjórnarformaður, og Steingrími Birgissyni.