Peningamarkaðssjóður ÍV - tilboð BYRs til einstaklinga

Nýlega voru póstlögð bréf til eigenda Peningamarkaðssjóðs ÍV þar sem staða sjóðsins er útlistuð og jafnframt kynnt tilboð BYRs sparisjóðs til einstaklinga sem eiga í Peningamarkaðssjóði ÍV.  

Nýlega voru póstlögð bréf til eigenda Peningamarkaðssjóðs ÍV þar sem staða sjóðsins er útlistuð og jafnframt kynnt tilboð BYRs sparisjóðs til einstaklinga sem eiga í Peningamarkaðssjóði ÍV.  

 

Tilboðið felur í sér að BYR sparisjóður býðst til að kaupa hlutdeildarskírteini einstaklinga á 71% af gengi sjóðsins þann 3. október s.l.

 

Tilboðið byggir á mati tveggja óháðra endurskoðendafyrirtækja og er að mati Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hf. og Íslenskra verðbréfa sanngjarnt miðað við stöðu sjóðsins í dag, en einstaklingum er að sjálfsögðu frjálst að afþakka tilboðið kjósi þeir svo. 

 

Staða þeirra sem afþakka tilboðið verður óbreytt frá því sem nú er – en án aðkomu ríkisvaldsins má gera ráð fyrir að sjóðurinn greiði til eigenda á tveggja mánaða fresti eftir því sem greiðslur af eignum sjóðsins berast.

 

Rétt er að taka fram að réttarstaða Peningamarkaðssjóðs ÍV gagnvart íslenska ríkinu hefur ekki breyst.  Sjóðurinn á enn sömu undirliggjandi eignir og sú krafa er skýlaus að ríkið komi að úrlausn þessa sjóðs með sambærilegum hætti og það hefur gert varðandi sjóði ríkisbankanna. 

 

Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. og Íslensk verðbréf munu áfram leita allra leiða í því skyni að fá sambærilega málsmeðferð og peningamarkaðssjóðir sem tengjast ríkisbönkunum fengu.