Samkomulag við bráðabirgðastjórn SPRON

Bráðabirgðastjórn SPRON hefur gert samkomulag við Íslensk verðbréf (ÍV) um að taka að sér þjónustu á sviði vörslu og eignastýringar við viðskiptavini sem áður voru hjá SPRON og SPRON Verðbréfum.

Bráðabirgðastjórn SPRON hefur gert samkomulag við Íslensk verðbréf (ÍV) um að taka að sér þjónustu á sviði vörslu og eignastýringar við viðskiptavini sem áður voru hjá SPRON og SPRON Verðbréfum.

 

Samhliða hefur verið samið um að Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. taki við rekstri sjóða sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi SPRON hf.

 

Markmið samkomulagsins, sem þegar hefur tekið gildi, er að koma þjónustu við viðskiptavini SPRON og SPRON Verðbréfa í eðlilegt horf sem fyrst.  Tilkynning þessa efnis var send fjölmiðlum í dag og hana má jafnframt nálgast hér (pdf).

 

Nánari upplýsingar um sjóði, vörslu og eignastýringu er að finna hér.  Jafnframt er flýtitakki á forsíðu þar sem hægt er að nálgast þessar upplýsingar í framhaldinu.

 

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við skiptiborð Íslenskra verðbréfa í síma 460 4700 með spurningar.  Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið iv@iv.is.

 

Með kærri kveðju,

starfsfólk Íslenskra verðbréfa