Sérhæfing í eignastýringu reynist gæfurík leið

Arne Vagn Olsen, forstöðumaður markaðs- og sölusviðs Íslenskra verðbréfa var í viðtali í Akureyrarblaði sem fylgdi Morgunblaðinu í síðustu viku.Arne Vagn Olsen, forstöðumaður markaðs- og sölusviðs Íslenskra verðbréfa var í viðtali í Akureyrarblaði sem fylgdi Morgunblaðinu í síðustu viku.

Í viðtalinu kom meðal annars fram að Íslensk verðbréf hafa siglt lygnan sjó í gegnum hrunið og rekstur félagsins verið réttu megin við núllið allt frá árinu 2001. 

Þessu má þakka tryggð félagsins við eignastýringu eingöngu, sem þýðir um leið að Íslensk verðbréf færðu ekki út kvíarnar með fyrirtækjaþjónustu, eigin fjárfestingar eða lánastarfsemi til viðskiptavina.