Skuldabréfasjóður ÍV - slitaferli

Stjórn Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hefur ákveðið að hefja slitaferli fyrir Skuldabréfasjóð ÍV.  Bréf þessa efnis hefur verið póstlagt til eigenda sjóðsins.Stjórn Rekstrarfélags verðbréfasjóða ÍV hefur ákveðið að hefja slitaferli fyrir Skuldabréfasjóð ÍV.  Bréf þessa efnis hefur verið póstlagt til eigenda sjóðsins.

 

Ákvörðunin byggir á tilmælum Fjármálaeftirlitsins um sjóði sem eiga eignir er ekki er hægt að eiga viðskipti með.

 

Í stuttu máli verður ferlið með þeim hætti að þann 12. janúar 2009 verður laust fé sjóðsins (um 10%) greitt til hlutdeildarhafa. 

 

Í framhaldinu verður greitt til hlutdeildarhafa á þriggja mánaða fresti andvirði þess sem hefur verið innheimt af eignum sjóðsins næstu þrjá mánuði á undan.

 

Aðilar í eignastýringu hjá Íslenskum verðbréfum fá greiðslur sjálfkrafa inn á eignasafn sitt en aðrir þurfa að koma upplýsingum um reikningsnúmer til Íslenskra verðbréfa í síðasta lagi 9. janúar 2009. 

 

Upplýsingum má koma á framfæri með tölvupósti á iv@iv.is eða með því að hafa samband við skrifstofu ÍV í síma 460 4700.

 

Í þeim tilfellum þar sem ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um reikningsnúmer þann 12. janúar 2009 verður reikningur stofnaður í nafni viðkomandi hjá BYR sparisjóði og andvirði lagt inn þar.