Skuldabréfasjóður ÍV - upplýsingar

Hér að neðan gefur að líta svör við helstu spurningum um Skuldabréfasjóð ÍV og stöðu hans.  Rétt er að taka fram að erfitt er að spá nákvæmlega fyrir um afskriftarhlutfall og greiðslur úr sjóðnum þar sem óvissan er mikil. 

Starfsfólk Íslenskra verðbréfa hf. veitir nánari upplýsingar í síma 460 4700 - einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið iv@iv.is með fyrirspurnir ef einhverjar eru.

 

  • Hver er skipting á milli eignaflokka í Skuldabréfasjóði ÍV?  24% eigna eru skuldabréf útgefin af fjármálafyrirtækjum, 66% eru skuldabréf útgefin af öðrum fyrirtækjum og 10% er laust fé.

 

  • Hver er hugsanleg afskrift sjóðsins? Búast má við að afskrifa þurfi sumar eignir að fullu, en aðrar sem þegar er búið að afskrifa gætu haft virði í framtíðinni.  Með öðrum orðum er mjög erfitt að meta afskriftarhlutfallið undir núverandi kringumstæðum. 

 

  • Hvenær/hvernig  verður greitt úr sjóðnum?  Um leið og FME gefur heimild á útgreiðslur úr skuldabréfasjóðum almennt mun laust fé verða greitt til eigenda í hlutfalli við þeirra eign.  Í framhaldinu verður greitt mánaðarlega til eigenda eftir því sem afborganir af eignum sjóðsins innheimtast.

 

  • Munu eignir sjóðsins bera vexti þar til eignir verða greiddar út? Eignir sjóðsins bera allar vexti og hluti þeirra er einnig verðtryggður.

 

  • Er hugsanlegt að einn viðskiptavinur geti fengið eign sína greidda úr sjóðnum meðan aðrir þurfa að bíða? Allir viðskiptavinir sitja við sama borð, þ.e. enginn fær greitt meira hlutfallslega en aðrir.  Rétt er að taka fram að  Íslensk verðbréf hf. , sem einn eigenda hlutdeildarskírteina í sjóðnum, lýtur sömu skilyrðum.

 

  • Hvað tekur langan tíma að fá allan pening úr sjóðunum? Búast má við að langstærsti hluti sjóðsins hafi verið greiddur til eigenda fyrir árslok 2010.  Allt verður gert til að lágmarka þann tíma en m.v. stöðuna í dag er útlitið með þessum hætti.